Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 84
Hjer hyggja menn, a<T 20—30 bátar með netum geti á
3 vikna tima breytt allri fiskigöngu í Faxaflóa og ónýtt
aflabrögð frarn á sumar, en eptir reynslu og skoðun Norð-
manna er þetta hugarburður einn.
Gamlir og ungir sjómenn hjer fullyrða, að fiskurinn
taki enga fæðu nje beitu, meðan hann er í göngu til að
hrygna, en skýrslan sýnir, að þetta er fjarstæða og sjó-
manna-hjátrú; hún sýnir, að 21,663 menn veiddu með hald-
færum, þ. e. með önglum og beitu, og 8,500 manna með
netum, allir á sama tima og á sömu miðum, meðan fiskur-
inn var að hrygna. Ef það væri satt, að fiskurinn tæki
ekki beitu þann tímann, þá hefði ekki verið til neins fyrir
þessa 21,663 menn að leggja beitta öngla i sjóinn. En
reynslan hefur nú sýnt annað í Norvegi og sömuleiðis bjer.
I vor keypti jeg 2 þorska, sem veiddust í net; var koli í
kútmaganum á öðrum en smá-sildir i hinum. Þetta hlýtur
að vera ljós vottur þess, að fiskurinn tekur fæðu um hrygn-
ingartímann. Auk þess er mikill hluti af þeim þorski, sem
þilskip hafa fiskað i Faxaflóa í vetur (1897), dreginn á
síldarheitu með fullþroskuðum hrognum og svilum i.
Af skýrslunni sjest enn fremur, að Norðmeun hafa um-
sjónarmenn til þess að halda við reglu og verja menn yfir-
gangi óhlutvandra manna. Hjer á landi ætti að taka upp
sama siðinn i stærstu veiðistöðum, meðan mesta aflatíðin
er, t. d. i Garðsjó mánaðartima, meðan fiskgengd er mest.
Þingið ætti að veita fje til þess. A þann hátt mundu og
minnka veiðispjöll, veiðarfæraskemmdir og yfirgangur ein-
stakra manna, en kostnaðurinn harla litiil svo stuttan tima,
enda eðlilegra að kosta fje til þess, að menn geti fiskað,
heldur en að banna með óeðlilegum samþykktum, að menn
megi afla sjer fæðu, þegar hægt er að ná i hana.
Þótt nefndir sjeu í skýrslunni 32,492 menn, sem bein-
linis stunda fiskiveiðar í Lófót, þá lifa af þessum veiðum
margfalt fleiri menn, þegar litið er til skylduliðs sjómann-
anna, sem heima situr, og til allra þeirra, sem lifa af þvi,
að verka aflann á landi, kaupa hann og selja, og loks flytja
hann víðs vegar til annara landa.
Likt þessu kæmi fram hjer á landi, ef fje, dugnaður og
(72)