Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 87

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 87
ábyrgðarlán, þegar hreppstjóri með tveimur valinkunnum búsettum mönnum, er tilgreina heimili sitt, votta á ábyrgð- arskjalið, að þeir hafi sjeð sjálfskuldarábyrgðarmennina rita nöfn sín undir það með fúsum vilja og alls gáða. Abyrgðarskjal sjálfskuldar-ábyrgðarmanna má vera á þessa leið: »Vrið undirskrifaðir (nöfn og heimili ábyrgðarmanna) gjörum hjer með kunnugt, að við með þesssu skjali tökumst á hendur sjálfskuldarábyrgð báðir fyrir einn og einn fyrir báða fyrir láni að upphæð allt að --------krón., er (nafn og heimili lántakanda) ætlar að fá í landsbankanum í Eeykjavík. Nær sjálfskuld- arábyrgð þessi einnig til vaxta af láninu og alls kostnaðar, er orsakast kann af innheimtu höfuðstóls eða vaxta. Skylt er okkur, ef málssókn verður út af láni þessu, að mæta fyrir gestarjetti i Reykjavík. (Heimili, dagsetning og nöfn ábyrgðarmanna). Hjer neðan á sje svo ritað notarialvottorð lögreglu- stjóra eða vottorð það frá hreppstjóra og 2 öðrum mönnum, sem áður er nefnt. Sje það eigi með berum orðum tekið fram i sjálfskuld- arábyrgðarskjalinu, að ábyrgðin gildi þangað til lánið er að fullu endurborgað, þarf nýtt ábyrgðarbrjeí eða yfirlýs- ingu l'rá sjálfskuldarábyrgðarmönnunum, ef lántakandi ætlar sjer að fá lánið framlengt að öllu eða einhverju leyti, þeg- ar það fellur í gjalddaga. Slíkt endurnýjunarábyrgðarskjal getur hljóðað á þessa leið: »Yið undirskrifaðir (nöfn og heimili ábyrgðarmanna) lýsum því hjer með yfir, að við með þessu skjali endurnýjum sjálfskuldar-ábyrgð þá, er við (dagsetn- ing á hinu fyrra áhyrgðarskjali) höfum tekizt á hendur fyrir (nafn og lieimili lántakanda) fyrir---- króna bankaláni, og gilda gagnvart okkur allar hin- ar sömu skuldbindingar og við áðnr höfum undir- gengizt að því er lán þetta snertir«. (Heimili, dagsetning og nöfn ábyrgðarmanna). (75)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.