Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 89

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 89
Blýantar uppfundnir til að skrifa með á Engl. 1665. * Knallhettur« fann npp Bellot 1820. Eldspýtur er álitið að Kammerer hafi fnnd. upp 1830. ísvjel til að búa til is með eter fann Harrison upp 1856. Að búa ís til með Ammoniaki fann Carre, og búa til ís með þynntu lopti, sem er hið fullkomnasta og mest notað nú, fann Kirk upp 1864. Spunavjel var fyrst uppfundin af Hargreaves 1767, en þá vjel sem varð að almennum notum fann Roherts 1825. Prjónavjel uppfann Lamb í Ameríku 1867. Vjel sem sjálf setur prentletur uppfann Sörensen 1850. Tr. G. Um meðferð og verkun á ull- 1. gr. Þegar fje er rúið, skal velja til þess þurt veður, ef unnt er. 1111 af hverri kind sje aðskilin um leið og rú- ið er og fætlingar og kviðull höfð sjer og hver mislitur lagður tekinn úr. Ullin sje sem minnst slitin í sundur, en allir flókar greiddir mjög vandlega, um leið og þeir ern teknir af kindinni. Velja skal hentugan stað til rúnings, helzt vel gróna, hreina grasflöt, og varast að mor eða önnur óhreinindi fari í ullina þegar rúið er. 2. gr. Þegar húið er að rýja, skal þurka alla deigju úr ullinni; þó skal varast að hreiskþurka ullina svo, að sanð- fita hverfi úr henni að nokkrum mun. Sand og önnur ó- hreinindi skal hrista úr ullinni svo vel sem framast er auð- ið og tína úr henna allt mor, sem i hana kann að hafa fallið. Jafnan skal geyma ullina i bing á hreinum og þurrum stað þar til hún er þvegin. Aldrei skyldi óþvegin ull látin i poka, nema hrýna nauðsyn beri til. En verði ekki hjá því komizt, þá skal varast að troða henni fast saman og ekki láta hana vera í pokunum lengur en nauðsyn kref- ur. Avallt skyldi ull þvegin sem skjótast eptir að rúið er. 3. gr. Ilátið sem ullin er þvegin í skal vera stór pott- ur vel fægður og ryöblettalaus. Þvottalögurinn skal sam- ansettur af */3 af gamalli keytu og 2/s vatns. Bezt er keyt- an til þvotta þegar hún er orðin 3—6 mánaða gömul, og (77)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.