Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 92

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 92
sem allir vantrúarmeiin eru í logandi eldi, og Lálið væri miklu stærra en þó öll húsin í New-Tork brynnu í einu. — Og veiztu svo. hvað mjer datt i hug, pabbi? Jeg var að hugsa um, hvort ekki væri hægt að fá ljóta karlinn til að kaupa af þjer firrn af kolum«. * * * Frá Ameríku. Hann: »Yiljið þjer vera konan min?« Iíún: Hafið þjer góðan vitnishurð frá siðustu kær- ustunni yðar?« * * Ingimundur krókur mætti bónda á Öskjuhlið með nokkra hesta í taumi á leið til Reykjavikur. Nautshúð var á milli klyfja, hundin við hoga. Ingimundi leizt vel á húðina, skar á bandið og fór með kana. Þegar bóndinn lítur aptur, sjer hann að húðin er horfin og kemur strax í hug, að Ingimundur muni hafa stolið húðinni, snýr bóndi þá við, skilur lestina eptir og nær Ingimundi, tekur af bon- um húðina og húðskammar hann fyrir tiltækið. Ingimundur svarar engu, þar til hann segir rólega: ihvaða ósköp liggur illa á þjer, maður; mjer sýnist, að þú ættir miklu heldur að vera glaður yfir þvi, að vera svo stálbeppinn að fá húðina aptur. % ❖ Ý Jön lati sagði, að enska máltækið væri ósatt, »að tíminn sje peningar«, því hann hefði ætíð haft nóg af tíma, en litið af peningum. Tr. G. Um myndirnar. Gleymzt hefir, þegar myndirnar hjer að framan voru prentaðar erlendis, að setja nöfn neðan við sumarjþeirra, og skal þvi þess getið, að myndin á bls. VI. er brúin á Ölfusá; á bls. VII. G-ullfoss; bls. VIII. Skóga- foss; bls. IX. Hekla, og bls. X. Greysir. Niðurröðun myndanna hafði ruglazt við prentunina frá þvi, sem til var ætlazt. Mynd Islands á bls. I er litil og ófullkomin og nöfn sumstaðar afbökuð, af því myndin var útlend, sem prentuð var eptir; en þó er hún betri en ekkert fyrir þá, sem eru ókunnugir Uppdrætti Islands, og þvi, hvar helztu staðir á landinu liggja. Tr. G. (80)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.