Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 84
\
'varð Iiersír (ofursti) 1898 og úr því tóku óðum að
vaxa metorð hans. Árið 1907 var hann ger höfð-
ingi fyrir 1. höfuðdeild hersins og pá »herraður«,
pví að ekki þykir annað lilýða um þýzka herfor-
ingja. Árið 1913 var hann settur yfir 8. höfuðher-
inn, sem heima á í Rínarlöndum, og hefir stýrt hon-
um síðan ófriður liófst.
v. Kluck varð frægur af framgöngu sinni í önd-
verðum ófriðnum, því að hann háði margar orustur
í Belgíu og átti mikinn þátt í töku landsins. Her
þessi var yzt í hinn hægra fylkingararm, sem fyrr
var á drepið og brauzt inn í Frakkland eftir töku
borganna Lúttich, Brussel og Namur. Par urðu
brezkar hersveitir fyrir liði v. Kluck’s, og urðu þser
mjög hart leiknar. Fjöldi manna féll, en hinir urðu
að þoka fyrir, kastalar gáfust upp og borgalýður fór
forflótta. Flaug þá nafn v. Kluck’s um heim allan
og þótti sem ekki stæðist við honum. En snemma
í septembermánuði tóku Bretar og sambandsmenn
þeirra að eflast mjög að liði og fengu stöðvað und-
anhaldið. Siðan um miðjan september og alt haustið
og veturinn má heita að herlið hvorratveggja um
þessar slóðir hafi þrokað á sömu stöðvum og hvor-
ugir unnið á öðrum.
v. Kluck þykir einna atkvæðamestur þýzku hers-
höfðingjanna á vestra vígvellinum. Hann er hörku-
legur i sjón, þrek og kjarkur óbilandi, þótt maður-
inn sé mjög til aldurs kominn. Hefir hann verið
ódeigur til sóknar, en þó er ekki síður viðbrugðið
jáðsnild hans, er hann varð að stýra her sínum
undan framsókn sambandsliða í septembermánuði
og þeir neyttu allrar orku að komast fyrir hægra
fylkingararminn til þess að umkringja lið hans. Til-
raun sú mistókst, en sifeldir bardagar haldið áfram,
og hvergi barist með þrálátari grimd og orku en þar,
úti í Flandri.
(18)