Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 88
ur hófst, og hafði það eitt vista og kola, er tekið
var herfangi af skipum óvinanna. Skolfæri vóru með
öllu ófáanleg. Mundi engum manni hafa til hugar
komið, áður ófriður hófst, að einu skipi mætti end-
ast hernaður svo lengi í fjandmanna-höfum, þar sem
hvergi var athvarf til þess áð aíla vista né kola og
eigi til þess að hreinsa þang og skeljar, er mjög
hlaðast á skip neðansjávar í heitum höfum, en hvar-
vetna umhverfis fjöldi stærri og hraðskreiðari skipa
fjandmannanna í eftirleitan. Afrek hinna þýzku
skipa, og þá allrahelzt »Emden’s«, eru því mjög að-
dáunarverð.
Frá sveit þeirri, er á land gekk í Kokos-eyjum,
og fyrr var getið, er það að segja, að hún komst
undan á seglskipi gömlu brezku. Kom skipið fram
hinn 28. nóv. við Padang á Súmatra að afla sér vista.
Foringi skipverja var v. Miicke, en alls vóru þeir 50.
Hríðbyssurnar höfðu þeir tekið með sér og héldu
áfram að hætti »Emden’s«, tóku nokkur eimskip og
seglskútur herfangi og söktu, og gaf brezka stjórnin
i Birma út aðvörun til sjófarenda gegn hinum nýja
vágesti. — Um síðir komst skip þetta — er nefnt var
»Emden II.« — upp að Arabíuströndum nokkru eftir
nýár. Komst skipshöfnin á land heilu og höldnu
eftir mörg og mikil æfintýr og gekk i lið með Tyrkj-
um. Pykir mönnum þessum hafa farið um alt sem
skörulegast.
Bretar hertóku það er eftir lifði skipverja á
»Emden«; var þeim öll virðing sýnd og héldu her-
foringjarnir vopnum sinum. Sagt er, að þeir se
síðan i haldi hafðir í Maltaeyjum i Miðjarðarhafi.
v. Múller höfuðsmaður hefir hlotið frægðarorð
um víða veröld sakir riddaralegrar háttsemi i hern-
aði sínum. Ber öllum vitnum saman um það, hve
mannúðlega honum hafi farizt við skipshafnir þæU
er hann náði á vald sitt. Einn hinna herteknu
manna, Tulloch skipstjóri á »Tymeric« segir svo frá;
(22)