Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 140
Útgerðarmenn skipanna leggja til fæði, veiði áhöld
og allan kostnað annan, og fá fyrir það 2/s af veið-
inni, en hásetar ‘/«, sem þeir svo skifta milli sín.
Hjónabönd.
í Frakklandi og Sviss o. v. er ákveðið, að hjón
skuli gefin saman af verzlega valdinu, borgarstjórum,
bæjarfógetum o. fl., en þar með er ekki útilokað eða
bannað, að þeir sem á eftir vilja vigjast i kirkju,
megi gera það; en hin borgaralega athöfn ein gerir
hjónabandið gilt.
Á Englandi mega hjónin velja, hvort þau heldur
vilja kjósa kirkjulega eða borgaralega vigslu, og er
hvorttveggja jafngilt.
I Danmörku er kirkjuvígslan lögboðin og gefur
hjónab. fult gildi, en borgaraleg vígsla er leyfð með
ýmsum takmörkunum, t. d. þegar hjónaefnin hafa
ekki sömu trúarbrögð, eða bæði hafa önnur trúar-
brögð en þjóðkirkjan. í þeim tilfellum og fleirum
gefur borgaraleg vígsla hjónabandinu fult gildi.
Þegar presturinn hefir fullvissað sig um það, að
öll skilyrði séu uppfylt fyrir hjónaliandinu, hefir hann
rétt til að gifta bjónaefni í þeirri sókn, sem brúðurin
á heima; en áður en hjónavígslan fer fram, þarf að
lýsa hjónabandinu þrisvar í kirkju. Pó er gerð und-
antekning frá þessu, ef hjónaefnin kaupa konunglegt
leyfisbréf fyrir 33 kr. 66 a.
Að mestu leyti gilda á íslandi sömu lög um lijóna-
bönd sem í Danmörku, með lögunum frá 30. apríl
1824 og 13. apríl 1851.
Hvers virði er mannslíknminn,
þegar hann er efnafræðislega nppleysturl
Hér er gengið út frá heldur holdgrönnum manni,
80 kíló að þyngd, og verði á efninu eftir vanalegu
markaðsverði.
(74)