Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 175
séu alt að 6 fetum á hæð, til þess að ná upp úr 5
feta djúpri for á götunum.
5. Serbar þvo sér aldrei fyr en einhver deyr,
þá er líkið þvegið; líkið finnur ekki þá óþægilegu
tilfinningu, að fá vatn á skrokkinn.
6. Á torginu í Cettinje, höfuðborg Svartfellinga,
er myndastytta af mesta velgerðamanni þjóðarinnar,
sem hét Laokowitschs, en velgerðir hans voru fólgn-
ar í þvi, að hann fann upp hentugasta verkfærið, til
að klóra sér með á bakinu.
7. Svo er sagt að krónprins Serba og krónprins
Svartfellinga hafi eitt sinn gengið í fóstbræðralag.
En í stað þess að menn vanalega vekja sér blóð, og
blanda því svo saman, þá skiftust þeir á lúsum. —
8. Hjónavígslan fer vanalega þannig fram hjá Serb-
um, að presturinn fylgir brúðhjónum til rúms og
stráir skorkvikindadufti í rúmið þegar þau eru háttuð,
svo þau verði ekki ónáðuð fyrstu nóttina.
*
* *
Dómcuinn: »Er það satt, að þú heitir P. P. P
Petersen ?«
Sá ákœrði: »Já, það er sannarlega satt; prestur-
inn, sem skýrði mig, stamaði svo voðalega«.
Dómarinn: »Húsbóndi þinn hefir kært þig fyrir
það, að þú hefir sagt, að hann væri ódrengur, ill-
menni, fantur og níðingur. Er það satt, að þú hafir
sagt þetta?«
Sá ákœrði: »Nei, ekki sagði eg þetta alt, en þó
eg hefði sagt það, þá væri það alt satt«.
*
Dómarinn: »Þú ert kærður fyrir að hafa stolið
samskotahjdkinu, sem hékk við kyrkjudyrnar, þegar
þú gekst út.
Pjófiirinn: »Kallar dómarinn þetta þjófnað; eg
hélt þetta væri sett þarna handa mér bláfátækum,
því á hylkinu stóð: nhanda fátœkum«.
*
(109)