Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 168
Hvatamaður fundarins var Gustav Svíakonungur.
Hann setti fundinn og hélt langa ræðu, sem hinir
konungarnir svöruðu. Öllum kom peim saman um,
að nauðsynlegt væri að öll ríkin peirra væru hlut-
laus í hinum mikla Evrópuhernaði, og að peir kæmu
saman aftur, ef mikinn vanda bæri að höndum.
Utanríkisráðherra sína liöfðu konungarnir með
sér á fundinn, sem einnig voru á sama máli.
Öll blöð Norðurlanda voru ánægð með pessa
konungastefnu, og töldu hana friðarboða fyrir ríkin
sín í milli i framtíðinni. En einkum voru Norðmenn
glaðir yfir pví, að nú sé von um, að Svíar glevmi
íljótar viðburðinum 1905, pegar ríkin sögðu sundur
með sér.
Fremri myndin á 22. bls. er af lo/lbelg, sem var
sendur upp frá Pavía og komst 40 kilóm. hátt frá
jörðu. Pað er mesta hæð, sem nokkur loftbelgur
hefur áður komist.
Upp fyrir 3 kílóm. frá jörðu fara vanaleg ský
ekki, en par fyrir ofan er skýjapám kallað Cerrusský.
Pegar kemur lengra út en 9 kílóm. frá jörðu, er al-
veg skýjalaust.
Aftari myndin er um péttbýli ýmsra landa. Hver
reitur er □ kílóm. og manntalið sýnt par. —
Við fyrsta reitinn er misprentað Austurríki á að
vera Ástralía eða Eyjaáltan. Hún er langyngst af
heimsálfunum, og pví nýlega farin að byggjast, stór
ágæt landflæmi eru par óbygð. Par er einn maður á
hverjum □ kílóm. að meðaltali, í Afríku 4 m., Ame-
ríku 4 m., Asíu 20 m., Evrópu 45 m. í Noregi 7 m.,
Bandaríkjunum 10 m,, Svíaríki 12 m., Kína 35 m., Ind-
landi 60 m., Danmörk 71 m., Englandi 145 m., Hol-
landi 174 m., Belgíu (voru fyrir stríðið) 252 m. .
A íslandi er aðeins l1/* maður á hverjum □ kílóm.
Tuttugasta og priðja myndin er af bréfdúfunni
(102)