Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 115
Ymislegt um búnað og sjávarútveg m. m.
Búnadarnámsskeid
Voru haldin mörg árið 1914. Iíið fyrsta var haldið
Þjórsártúni 12. til 17. janúar. Þátttakendur voru
len§st af tímanum 60, en síðast 90, flestir voru ungir
Menn en bændur fáir — nálægt 15 —. 6 menn héldu
fyrirlestra; á kvöldfundum voru samræður. Síðasta
^Völdið var almenn skemtisamkoma, ræður, söngur
°§ dans, þá viðstaddir nálægt 500 manns.
Næsta námsskeið var haldið á tveim stöðum við
Isa/jarðardjúp, 8. til 13. marz. Þátttakendur nálægt
J00 menn, þar af 60 bændur og 12 konur. 26 fyrir-
lestrar voru lialdnir af 6 mönnum. Málfundir og
tjörugar umræður voru á kvöldin.
Búnaðarnámsskeið var haldið í Hólmavík 19. til
— marz. Þangað sóttu 70 menn, þar af 40 bændur.
fyrirlestrar voru haldnir af 6 mönnum. Umræðu-
*undir voru á kvöldin.
I Iijarðarholti var haldið námsskeið 30. marz til
h aþríl. Þátttakendur voru lengst af 60, þar af 20
hændur. 30 fyrirlestrar voru haldnir af 7 mönnum.
Málfundir voru á kvöldin fræðandi og fjörugir.
Auk þeirra búnaðarnámsskeiða, sem nú eru talin,
var eitt haldið á Eiðum í Múlasýslu 9.—14. febrúar,
annað í Vík í Mýrdal, þriðja á Hvanneyri í Borgar-
firði 3.—7. febrúar, fjórða á Vopnafirði 2.—4. apríl,
hmta á Breiðumýri í S.-Þingeyjarsýslu 30. marz til 4.
aPril. 12 menn héldu þar 22 fyrirlestra, og mörg mál
rædd á kvöldfundum, fræðandi og fjörugar umræður.
Búnaðarnámsskeiða er getið hér vegna þess, að
telja má að mikið gagn geti af þeim leitt. Auk þess
að margir geta fræðst þar, þá geta námsskeiðin vakið
fflenn til athugunar um gagnleg fyrirtæki og meiri
samvinnu, en alment hefir verið.
(49)