Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 169
Sunny Jim, sem rataði heim til sín lengri leið en
dæmi eru til.
Ekki eru það allar dúfur, sem gefin er mikil rat-
visi, heldur ákveðið kjm, sem ratar heim til sín langar
leiðir, og eru þær dúfur notaðar á hernaðartímum,
til að fljTtja áríðandi erindi. Er þá ritað á örþunnan
pappír það, sem eigandinn vill segja, og miðinn síðan
bundinn við fót dúfunnar áður en henni er slept. —
Sjaldan ber það við, að bréfdúfan komi ekki á þann
stað, sem henni er ætlað, þótt enginn skilji, hvernig
hún fer að rata oft alt aðra leið en hún var upp-
haflega ílutt að heiman. —
Næstliðið ár sýndi bréfdúfan Sunnij Jim meiri
ratvísi en dæmi eru til. — 8 maí 1914 var hún send
frá höfuðborginni Janeiro, sem er sunnarlega í Brasi-
bn til Jeannette smábæjar í Pennsj'lvaniu fylkinu,
sem er norðarlega í Bandaríkjunum. Pangað kom
bún 5. júli, og hafði þá farið á tæpum 2 mánuðum
6700 kílóm., hafi hún farið stj'ztu leið, en þá þurfti
hún að fara j'fir þvera Brasilíu, Guj'ana, Venezuela,
Atlantshafið, Cuba, Florída og fleiri fj'lki Bandaríkj-
anna. Leið sú, sem líklegt er, að dúfan hafi farið,
er sýnd á mj'ndinni. Einkennileg er þessi gáfa hjá
skepnu, sem er álitin án vits.
Siðasta mj'ndin er af Dr. juris C. Goos, sem eitt
sinn var ráðherra íslands og er hans getið hér að
framan (bls. 77—79). Tr. G.
IMifau úti á ísliafi.
Af þvi hér að framan var rætt um ratvísi dúfn-
anna, kemur mér í hug viðburður um dúfu, sem
liklegra var, að hafi vilst, fremur en að hún hafi verið
a leið til ákveðins staðar, þvi enginn miði fanst fest-
ur við hana.
Arið 1883 lagði eg frá Ej'jafirði á seglskipi, sem
hét Rósa, snemma í nóvember, á leið til Kaupm.hafnar.
egar skipið var komið út úr firðinum, brast á ofsa-
(103)