Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 144
er félagi og heiðursfélagi i ýmsum visindafélögum,
þar á meðal í hinu heimsfræga lnslilut de droil
international, og hefir einu sinni verið forseti þess.
Hann hefir oft sótt vísindalega fundi og aðra fundi
af hendi lands síns til annara landa. Sýnir þetta alt,
hvilíkur hæfileikamaður Goos er, enda heflr hann
hlotið hæstu metorð með löndum sínum og mörg
útlend heiðursmerki. Hann er t. d. Geheimekonfer-
enzráð og Stórkross af Dannebrog og heiðursdoktor
í lögum frá Uppsala háskóla.
En þó að mörg af aukastörfum Goos muni halda
minningu hans lengi á lofti, þá munu kenslustörfin
og sérstaklega ritstörf hans samt verða óbrotgjarnasti
lofkösturinn yfir leiði hans.
Það eru nú liðin fram undir 30 ár, síðan eg sá pró-
fessor Goos fyrst. Eg man eptir því, eins og það hefði
verið í gær. Hann stóð hár og þrekinn, fyrirmann-
legur og fjaðurmagnaður í háa kenslustólnum sínum
og horfði yfir höfuð lærisveina sinna, fast og rólega,
eins og hann væri að leita að einhverju á veggnum
gagnvart sér, eða öllu heldur fyrir handan vegginn.
Röddin var mikil og skýr, og bar með einkennilegum
svipbrigðum vel uppi merginn í máli hans, sem alt
af var valið og veigamikið að orðfæri. Goos dró
betri hluta lærisveina sinna til sín, af því að undan
handarkrika hans sást lengst, dýpst og skýrast. Þaðan
sást bezt samhengi í slóðaslitrunum, sem hávaða
lagamanna hættir svo mjög til að villast á, enda trúi
eg ekki öðru en að þökk og aðdáun vaki yfir minn-
ingu Goos, meðan einhver lærisveina hans lifir.
Þær tilfinningar, og mikið af beinum áhrifum
Goos, sem kennara, deyja með nemendum hans. En
Goos lifir lengi eftir það. Því valda ritverk hans.
Liltera manet. Hann hefir skrifað eitthvað um flestar
eða allar greinar lögfræðinnar, og alt ber það vott
um sömu einkennin: frumleik, víðsýni og skarpsýni.
Fáum hefir látið jafnvel og Goos að gera greinarmun.
(78)