Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 89
»Vér létum frá Colombo föstudaginn 25. sept. og
héldum áfram förinni óttalaust pangaö til undir mið-
naetti, að vér mættum herskipi, sem sigldi ljóslaust.
Skip þetta — er síðar reyndist »Emden« — gaf oss
ttierki um að nema staðar. Báti var skotið og kom
Undirforingi á fund vorn. Hann varp orðum á mig:
®“etta er þýzkt herskip, eg vil sjá skipsskjöl yðar!«
*'V1 næst fengum vér 10 mínútna stund til þess að
nverfa úr skipinu og var oss sagt, að vér værum
herfangar. Þjóðverjarnir tóku það, sem til vista var
1 skipinu, og er síðasti báturinn lét frá borði, heyrð-
Urn vér þungan hvell. Skipið hafði sprungið og sökk
grunna. Vér vórum vel haldnir, en eigi fengum
Ver ljós á kveldin. Foringjarnir léðu oss spil á dag-
lnn til skemtunar. Ungur foringi nokkur var eink-
nni mjög vingjarnlegur og léði oss bækur til lestrar.
^kipið var fult af mönnum, að því er vér fengum
Seð. Var farið sparlega með vistir þær, sem aflað
'ar á lierteknum skipum«.
Annar skipstjóri, Isdale af »Ribera«, segir svo:
arðmaður kom fyrst auga á skipið 200 sjómílur vest-
nr af Colombo. »Beitiskip í augsýn«, kallaði hinn ti
jnin- Síðan gaf herskipið merki: »Nemið staðar tafar-
laust!« Eg lét svara: »Látið oss i friði þangað til
Þér sýnið fána yðvarn«. í sömu svipan flaug þýzki
Sunnfáninn upp að sigluhúni. Pá sáum vér örlög
'°r. Þvi næst kom foringi á skip mitt og bauð mér
aé taka sem skjótast klæði mín og annan farangur,
Þv* að skipinu yrði sökt. Hann spurði og að vistum
°§ lét flytja alt i »Emden«, »þvi að eitthvað verðum
Ver að hafa til matfanga«, sagði hann. Að öllu var
hann hinn kurteisasti. »Petta hlýzt af styrjöldinni«,
Sagði hann, »hjá þvi verður ekki komizt«. Hann
veitti mér hálfrar stundar tóm til þess að ná því
^aeð mér, sem eg vildi og flytja í eimskip það, er
^Uypevale® hét og þeir höfðu hertekið, og átti að
%tja fangana til lands«. — Þýzku hermennirnir vóru
(23)