Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 98
og þá er mánuður var af sumri gerði stórhríð með
miklu frosti um mestan hluta lands. í júní byrjun
fór veðurfar batnandi og jörð að gróa. Hafís kom
að landi í ársbyrjun, og var á reki fyrir Vestfjörðum
og Norðurlandi fram eftir sumri, en varð eigi skipa-
göngum til verulegrar hindrunar. Norðanlands og
austan var fé gefið inni 22—24 vikur, en sunnanlands
og vestan enn lengur, sumstaðar í 30 vikur. Hey
gengu mjög til þurðar og komust margir í þrot. Fén-
aðarhöld urðu mjög víða afarslæm og fórst margt fé,
sérstaklega í Rangávalla- og Arnessýslum, í Borgar-
firði, á Mýrum og á Snæfellsnesi og víðar vestanlands.
— Lambadauði mikill um land alt. — Mestur hluti
sumars og haustið var votviðrasamt sunnanlands og
vestan, og hluta Norðurlands, en annarstaðar þar og
austanlands var þurviðrasamt og góð tíð. Vetur til
jólaföstu eigi þungur en þá gerði jarðbönn og hélst
svo til nýárs. — Grasspretta var í tæpu meðallagi á
túnum, en betri á útengi. Nýttust hey lítt vestanlands
og sumstaðar sunnanlands og varð heyskapur þar
víðast í tæpu meðailagi, en ágætur austanlands og um
mestan hiuta Norðurlands. — Heyskaðar urðu víða,
flæddi liey og fauk. — Uppskera úr görðum brást
víða að miklum mun.
Fiskafli góður um mestan hluta lands. Botn-
vörpuveiðagufuskipin og þilskipin öfluðu vel og víða
var góður afli á opnum bátum. Gæftarleysi hamlaði
sumstaðar. Síldveiði með bezta móti. Hvalveiðastöðin
á Hesteyri veiddi 33 hvali. Góð veiði í ám. Dúntekja
í lakara lagi.
Verzlun var sæmileg til júlíloka, en þá er Norð-
urálfuófriðurinn hófst og fréttir bárust um útflutn-
ingsbann á ýmsum nauðsynjavörum í nágrannalönd-
unum, greip menn mikill ótti um að til vandræða
mundi horfa. Verð á útlendum vörum, sérstaklega á
matvöru, hækkaði að mun. Landstjórnin sendi menn
og skip vestur um haf til matvörukaupa og seldi vör-
(32)