Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 43
komið að fara að varðveita móðurmál sitt eða yfir-
leitt gera Færeyjar sjálfbjarga í öllum efnum. Upp
frá þeim tíma hefir staðið sífeld barátta milli Færey-
inga og Dana og milli Færeyinga sín á milli.
Kirkjubæjarbóndinn ungur og áhugasamur skipaði
sér pá í flokk — og þaðan slapp hann ekki síðan.
Pað má gleggst sjá, hversu komið var, með því að
segja frá þvi, hversu komið er.
Með kgl. reglugerð 16. jan. 1912 er svo fyrir mælt,
»að i skólum skuli kend færeyska (lestur) og megi
kenna færeyska stafsetning«. Með kgl. reglugerð 13.
dezbr. 1912 er ákveðið, að »sóknarnefndirnar geti tek-
ið ákvörðun um það, að predikun í tilteknum há-
messuguðsþjónustum geti farið fram á færeysku, ef
presturinn sé því samþykkur og bjrskupnum þykja
atvik mæla með því. Guðsþjónustan að öðru leyti
getur með sömu skilyrðum farið fram á færeysku,
þegar sálmar og þeir hlutar helgisiðbókarinnar, sem
hér að hníga, eru fyrir hendi löggiltir á þessu máli«.
— Hér við bættist 1919, að færeysk stafsetning skuli
kend í skólum.
Sést af þessu, hversu nauðulega mál Færeyinga var
komið og hvað Færeyingar hafa á unnið síðan mál-
deilan hófst.
Náttúran var góð við Kirkjubæjarbóndann bæði til
likama og sálar, og óþreytandi hefir hann verið i því
að halda uppi málinu — á danzstofum, á fundum, á
þingum — í blaðamensku og skáldskap. Hann hefir
"verið unnandi og verjandi málsins með hepni og
hæfileikum. í blaðagreinum hefir hann stutt málið
^inna mest; hann skrifar mikið og ætíð á færeysku.
.Tóannes er skáld gott og hefir orkt margt kvæða.
Gunnleijgs kvœði (um Gunnlaug ormstungu og Helgu
fögru), 204 erindi. Mörg tækifæriskvæði, bæði lýrisk
°g hvatakvæði, hefir hann orkt. Málið er jafnan mergj-
að og hressandi, og vel eru kvæðin til söngs fallin.
Sálmar liggja og eftir Jóannes, einhverir hinir beztu,
(13)