Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Síða 47
Árbób íslands 1919,
n. Almenn tíóindi.
Arferði. Framan af janúar var frosthart með köíl-
um, en fremur snjólétt. Seinni hluta febrúar og fj7rri
hluta marz (um 3 vikna bil) gerði snarpa harðinda-
skorpu, og var þá stundum 15—20 stiga frost á C.
Eftir það gerði góða tíð. Um 10. apríl snjóaði mjög,
einkum á Norður- og Austurlandi, og héldust harð-
indi þau fram undir sumarmál, en þá tók tíðin að
batna á ný. Mátti veturinn yfirleitt meinhægur kallast.
Vorið var kalt og mjög votviðrasamt, einkum á Suð-
urlandi, og svo var sumarið einnig með köílum og
voru óþurkar framan af því á Suður- og Vesturlandi,
en þurk gerði síðari hluta ágústs, en eftir það voru
úrkumur allmiklar með nokkurra daga þurk-ílæsum
á milii. Á Norður- og Austurlandi var sumartíðin víð-
ast nokkuð þurkasöm fram í miðjan ágúst, en svo
voru óþurkar fram í september. Haustið var yfirleitt
gott, einkum þó í október, og hélzt sú veðrátta fram
í miðjan desember, en þá gerði frostviðri, sem end-
uðu með stórhríðum um Norður- og Vesturland.
Heyskapur alment í rýru meðallagi.
Verzlun var afarerfið og samgöngur slæmar. Flestar
vörur í ógengdar-verði, sem fór hækkandi; verð á
kolum lækkaði þó nokkuð og á sumum erlendum
vörum um tíma. Verð á skepnum hækkaði, einkum
um vorið, en lækkaði svo aftur.
Kaupgjald hækkaði og, eins og eðlilegt var.
Uppskera úr görðum var með langminsta móti. —
Dúntekja með minna móti.
Laxveiði litil en síldveiði og aðrar fiskveiðar frem-
ur miklar. Alt mjög dýrt til útgerðar.