Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 66
ríki teljast pessi undir hið nýja ríki: Efra- og Neðra-
Austurriki, Salzburg, Norður-Tyrol, Steiermark, Kárn-
then og Vorarlberg, og pess utan fjóðverjabygðir
Vestur-Ungverjalands.
Lýðveldísstjórn er í landinu. Er pað sambandsríki
eða bandaríki. Vin með 1838708 íbúum (1920) hefir
verið tekin undan Neðra-Austnrríki og er að skoða
sem sjálfstætt ríki.
Trúarbragðafrelsi er í ríkinu. Eru (1919) par 5980000
katólskrar trúar, 165000 mótmælendur, 190000 Gyðing-
ar og 19000, er önnur trúarbrögð játa.
Hið núverandi Austurríki er aðallega fjallaland og
hefir hér um bil sömu takmörk nú og 1477. íbúar eru
að mestu leyti Ejóðverjar. Landið er auðugt að skóg-
um, málmum og fossum. Iðnaður er allmikill og
kvikfjárrækt talsverð.
AZERBAIDSJAN
er lítið ríki austur við Kaspíhaf. Par eru hinar nafn-
kunnu olíulindir við Baku. Norðan að liggur Norður-
Kákasía, að vestan Georgía og Armenía, en sunnan
Persía. Stærðin er eitthvað nálægt 100 pús. km! og
fólksfjöldi (eftir miður áreiðanlegum skýrslum) um
4‘/a miljón. Af íbúunum eru a/i múhamedstrúar og
skyldir Tyrkjum. Höíuðborg ríkisins er Baku (250000).
BELGÍA
varð hart úti í ófriðnum sem kunnugt er, en hefir
pó litla landauka fengið hér í álfu, smáhéruð tvö,
Eupen og Malmedy (um 1000 km!, íb.65000), Vallona-
bygðir, sem áður lutu Pjóðverjum.
Belgía var fyrir ófriðinn 29451 km2, en er nú með
landaukanum 30'/i púsund km!. Áætlaður fólksfjöldi
1918 var 7l/2 miljón, og par við bætast svo íbúarnir í
landaukanum.
(36)