Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 68
Sjálfstæöi Iandsins lýst yfir 24. febr. 1918. Viður-
kent af Bretum, Frökkum, ítölum, Japan, Póllandi,
Svíþjóð og Rússlandi.
FINNLAND
375000 km5, ibúar 31/* miljón (1918). 10,8°/o afyfirborði
landsins er vötnum hulið. Pingið er ein deild (200
þingmenn) og situr 3 ár, nema það sé leyst upp.
Forseti kosinn til 6 ára af borgurunum.
FRAKKLAND
fékk aftur AIsace-Lorraine samkvæmt friðarsamning-
unum. Er það um 9 þús. ferkílómetra landauki með
1874014 íbúa (1910). Frakkland alt er þá 551 þús. ktn’
og ibúatalan 41475523 (samkv. manntali 1910—1911).
GEORGÍA.
Fyrstu sögur, sem vér höfum af Georgíumönnum,
segja frá því, að Alexander hinn mikli lagði þá und-
ir sig, en við dauða hans urðu þeir sjálfstæðir aftur.
Árið 1801 lagði rússakeisari undir sig konungsríkið
Georgiu. Rússar Iögðu yfirleitt áherzlu á að eyðileggja
alt þjóðlegt og breyta íbúunum í Rússa eftir mætti.
— En svo kom hin mikla styrjöld, og tók þá að lina
á harðstjóra böndunum. Nú er Georgía sjálfstætt ríki.
Stærðin er um 90 þús. km2 og íbúar 3^6 miljón (1915).
Akuryrkja er töluverð og ræktað hveiti, bygg, maís,
bómull, tóbak, te og hrísgrjón. Suðræn aldini eru all-
mikiö ræktuð og vínyrkja er mikil. Silkifiðrildarækt
og bíflugna liggur þar í landi. Kvikfjárrækt gæti ver-
ið þar meiri. — Námur: Steinolía, eir, kol, blý, járn,
mangan (helztu námurnar).
Höfuðborgin er Tiflis (346766). Önnur alkunn borg
þar í landi er Batum.
Sjálfstæði landsins lýst yfir 12. marz 1919. Viður-
lcent af bandamönnum.
(38)