Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 75
UNGVERJALANÐ
hefir látið svo mikið af löndum, að eftir er liðugur
helmingur (63,10°/o). Nágrannarnir hafa fengið löndin,
sem Ungverjaland hefir mist. Rúmenía hefir fengið
Transsylvaníu, Serbía (Jugo-Slavía) hefir fengið Croa-
tiu og Slavoniu og Tékko-Slovakía Siovakiu. Landa-
mæri eru ekki nákvæmlega ákveðin enn, og er því
ekki auðið að greina rétta stærð og réttan mannfjölda.
RÝZKALAND.
Við friðarsamningana í Versailles (28. júní 1919)
hefir Pýzkaiand látið af höndum ýmsa landshluti:
AIsace-Lorraine til Frakklands, meiri hluta Vestur-
Prússlands og hluti af Austur-Schlesíu til Póllands,
hluta af Schlesiu til Tékko-Slovakiu, Memel og Dan-
zig til bandamanna, Eupen og Malmedy til Belgíu og
norðurhluta Schlesvíkur til Danmerkur. Pess utan
eru atkvæðahéruðin, sem flest munu halda trygð við
Pýzkaland. Stærð og mannfjölda er ekki auðið að
greina með vissu, en stærðin mun vera nálægt 446
þús. km’ og mannfjöldinn eitthvað um 60 miljónir.
Stjórnarfyrirkomulagið er lýðveldisstjórn. Er Pýzka-
Iand bandaríki, samsett af tómum lýðveldum af afar-
mismunandi stærð. Pingið er kallað ríkisdagur, og
eru þingmennirnir kosnir til 4 ára. Sambandsráðið
er kosið af ríkjunura; Prússland kýs 25, Bayern 7,
Saxland 5, Baden 3, Wúrtenberg 3 og hin ríkin til
samans 20. Sambandsráðið athugar öll lagafrumvörp
áður en þau eru lögð fyrir þingið. Æðsti valdsmaður
rikisins er forsetinn; hann er kosinn til 7 ára af allri
þýzku þjóðinni. Pingið segir stríð á hendur og semur
frið »með lögum«.
Nýlendur Pjóðverja hafa verið teknar, en stærð
þeirra var um 3 miljónir km! með 14 miljónum íbúa.
Hafa bandamenn skift þeim milli sín og Englendingar
og Frakkar fengið bróðurpartinn. — Helgi Jónsson.
(45)