Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 89
jarðarhafsins, frá Palestina til Persíu, vex víðavangs-
tegund af bj'ggi, og er hún einna líkust hinu tvírað-
aða byggi. Er mjög líklegt að tvíraðað bygg sé kom-
ið af þessari tegund. Líklegast er og að forfeður
hinna byggtegundanna sé útdauðir fyrir löngu, og
ýmislegt bendir á, að þeir hafi vaxið á sama svæð-
inu. Er líklegast að byggræktin sé upprunnin í Suð-
vesturhluta Asíu.
Byggræktin nær nú á dögum yfir mjög stórt svæði,
miklu stærra en nokkur önnur korntegund. Byggrækt
gengur í Noregi norður að 70° n. br., og er allmikil
í Miðevrópu og Austurevrópu og Norður-Afríku og
jafnvel í Abissiniu og Sudan. Á suðurhveli jarðar er
útbreiðslusvæði byggræktarinnar nokkru minna, en
þó allstórt, frá 18° s. br. og t. d. suður eftir allri
Suður-Ameriku.
Af byggtegundunum þarf tvíraðað bygg beztan
jarðveg og bezt loftslag. Er það einkum notað til öl-
gerðar og má telja það beztu tegundina. Kornin eru
stór og mjölkend og spretta hér um bil öll og kemur
það sér vel við ölgerðina. í svalara loftslagi og lakari
jarðvegi vex sexraðað bygg. Er það bæði nægjusam-
ara og fljótara að vaxa. Er það t. d. ræktað norðan
og vestan til á Jótlandi og í Noregi og notað til fóð-
urs og manneldis, bæði sem brauð og grjón (t. d.
bankabygg). Bygg er hin eina korntegund, sem þrífst
á Færeyjum og hér á landi hefir verið talsverð bygg-
rækt og það allvíða í fornöld og gæti auðvitað verið
enn.
Helztu bygglöndin í Evrópu eru Rússland, Pýzka-
land, Tjekko-Slovakia-Austurríki og Ungverjaland,
England og Frakkland. Bandarikin í Norður-Ameríku
framleiða einnig mikið af byggi og sömuleiðis Ind-
land og Japan. Heimsframleiðsla af byggi var eitt-
hvað um 30—40 milj. smálesta árið 1904.
3. Hafrar eru meðal hinna yngri korntegunda. Peir
(59)