Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 94
unum. Aðal rishéruðin par eru ríkin: Louisiana,
Georgia, Suður- og Norður-Karolina. Nýlega er rís-
rækt byrjuð á Vesturheimseyjum og Mið-Ameríku og
i Suður-Ameríku, einkum brezka hlutanum af Guay-
ana.
Rístegundin er kölluð á latinu: Oryza sativa og
er hún vindfrævari eins og rúgur. Hún er eins og
allílestar ræktaðar jurtategundir afarbreytileg. Af-
brigðin eru svo að segja óendanlega mörg. I hinum
miklu rísræktunarlöndum hefir hvert afbrigði sitt
nafn. Afbrigðin eru aðgreind á ýmsan hátt, en eink-
um er mismunur á kornunum notaður sem aðgrein-
andi einkenni. Kornin eru t. a. mynda mismunandi
að stærð, lögun og lit. Afbrigðin proskast mismun-
andi fljótt og pess utan er farið eftir ýmsum öðrum
mismunandi einkennum. Á jurtasafninu í Kalkútta
eru til 1107 afbrigði af indverskum hrisgrjónum og
1300 afbrigði frá öðrum löndum. í Kína og Japan og
öðrum ríslöndum eru til afar mörg afbrigði. Tölu
afbrigðanna má pannig reikna í púsundum.
Ris vex eins og allflestum er kunnugt i blautum
jarðvegi. Stendur vatn á ökrunum. Ágæt lönd til rís-
ræktunar eru við margar stórár, par sem auðvelí er
að veita vatni á. Akurinn er búinn undir ræktun eins
og aðrir akrar. Pegar búið er að sá, er vatni veitt
yfir, og víða er vatninu veitt af pegar grysjað er, og
svo á aftur og látið standa.
í Japan og Java og víðar eru búnir til hjallar í
hliðum og brekkum. Hleðsla er sett á hjallabrúnirn-
ar. Pá er vatn leitt niður hlíðarnar, hjalla af hjalla.
Verður pannig uppistaða á hjöllunum og sytlar út
af brúnunum.
Hrísgrjónin eru eins og kunnugt er fægð. Er pað
gert á ýmsan hátt og yztu partar kornsins fjarlægðir.
Nú er alment álitið að gæði hrísgrjóna fari efti pvi
hve skínandi hvít pau eru, en pað er mjög óheppi"
legur mælikvarði. Rað kemur sem sé all oft fyrir að
(64)