Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 95
það sem af kornunum er tekið er tvöfalt næringar-
meira en það sem eftir er af þeim. Yztu lögin inni-
haldu fitu og önnur þýðingarmikil næringarefni.
í*að væri heppilegra að hafa annan mælikvarða fyrir
gæði hrísgrjóna og hann ætti að miðast við næring-
armagnið. Pau efni, sem notuð eru við fæginguna
eru i sjálfu sér ekki skaðleg, þó er það góð regla að
þvo hrísgrjónin vel og vandlega áður en þau eru
látin í pottinn. Fægiefnin skolast þá af. Ófægð hrís-
grjón eru með hinum allra beztu korntegundum og
jafnvel hetri en hveiti. Hrisgrjón eru soðin eins og
kunnugt er, og eru Áusturlandabúar þar raestir meist-
arar. Peir sjóða þannig að hvert korn heizt heilt.
Stráin af rísjurtinni eru notuð tif skepnufóðurs.
Pau eru og fléttuð í hatta og japanska stráskó. Fræ-
skurnið og hrotin korn og það sem fægist af korn-
unum er notað til skepnufóðurs og þykir gott.
Rísmjöl og rísmjölvi eru algengar verzlunarvörur.
í Japan og Kína og Java eru áfengir drykkir búnir
til úr lirisgrjónum.
6. Mais er upprunninn, að þvi er ætlað er, í hin-
om nýja heimi, Ameriku. Ræktunin er gömul þar í
fandi, en eigi þekkja menn með vissu víðavangsteg-
undina, sem maísinn er kominn af. Pegar Amerika
fanst fluttist maís til hins gamla heims og l)reiddist
■óðum út þar sem land og loftslag var við hans hæfi.
Hlaut hann þá mörg og margvísleg nöfn. Með Bret-
um er jurtin nefnd maís, eða Indíánakorn, í Ameríku
aðeins korn. Hollandi og Ungverjalandi er nafnið
tyrkneskt liveiti, í Frakklandi: Spánarkorn, i Tyrk-
landi: Egypta-korn, i Egyptalandi: sýrlenzlct Durra.
Áiíslandi er nafnið maís algetigt, en til er í ritmáli
orðið Tyrkjakorn.
Mais er mjög breytilegur eins og ræktaðar teg-
nndir eru vanar að vera. Um 300 afbrigði eru kunn
að minsta kosti. Hann er stærri en nokkur önnur
(65) 5