Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 29
Fjög'ur stórmenni
Almanakið flytur nú myndir fjögurra peirra manna,
•sem einna tíðræddast er um nú í heiminum, ásamt
æviágripum. Hefir Hallgrímur bókavörður Hallgríms-
son samið æviágrip peirra allra.
Ariðtide Briand.
Aristide Briand er fæddur 1862 í Bretagne og er
kominn af keltneskum sjómanna- og bændaættum.
Foreldrar hans voru bláfátækir og var fyrst til pess
ætlasí að drengurinn yrði handverksmaður, en hann
vildi læra, og með framúrskarandi dugnaði og spar-
semi tókst honum pað. Hann lagði stund á lögfræði
og fekk fljótt orð á sig sem heppinn ög duglegur
ttálafærslumaður. Einkum flutli hann mál fyrir fá-
tækt fólk og varö brátt átrúnaðargoð bænda og
Verkamanna, og peir kusu hann á ping 1892. Hann
taldi sig pá jafnaðarmann, en sagði pó jafnframt, að
þegar heiður og sjálfstæði föðurlandsins væri í veði,
J’rðu jafnaðarmenn að hverfa frá kenningum sínum
úm afvopnun.
Briand pótti nýtur maður á pingi, en hann fór sér
að engu óðslega. Iðjusemi og viljafesta hafa jafnan
verið höfuðeinkenni hans og hann vildi umfram alt fá
tastan grundvöll undir fæturna, áður en hann tæki
við pólitískum embættum, og á Frakklandi eru slík
etnbætti oflast fallvölt.
í Dreyfusmálinu var hann ákveðinn stuðningsmað-
Ur Clemenceaus og peirra manna, er börðust fyrir
s^knun Dreyfusar.
Arið 1905 hófst bandalag milli »radikala« flokksins
(3) 1*