Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 61
Febr. 3. Stórviðri olli talsverðum skemdum í Rvík:
pök fuku af premur skúrum, 6 simastaurar brotn-
uðu og 2 litlir vélbátar mannlausir sukku á vest-
urhöfninni.
— 4. Féll maður í sjóinn við hafnargarðinn í Rvík
og druknaði. Hét Bergur Bárðarson, (f. ,,!/s 1879);
var háseti á botnvörpungnum Pórólfl. Hafði veriö
á leið út í skipið, en dimt var og hált.
— 9. Vélbátur, Haukur, frá Flekkudal á Vatnsleysu-
strönd, fórst með 5 mönnum við Keilisnes. For-
maðurinn hét Einar Einarsson.
— 14. Brann íbúðarhús Karls kaupmanns i Rvík Lár-
ussonar. Pað var allstórt hús, og brann til grunna
á rúmum klukkutíma. Drengur 15 ára gamall, Egg-
ert Jensson Waage, brann inni, en aðrir komust
með naumindum út og sumir meiddir.
— 15. Tók út mann af vélbáti í Sandgerði.
— 22. Hvolfdi í aftakaveðri báti með premur mönn-
um, er var á leið frá Hnifsdal til ísafjarðar, og
druknuðu peir allir. Formaðurinn hét Guðmundur
Lúðvík Guðmundsson. — S. d. druknuðu tveir
menn í Álftafirði, vestra.
— 26. Féll maður út af hafnargarðinum í Rvik og
druknaði.
í p. m. laust eldingu niður í fjárhús í Miðkoti í
Fljótshlíð, drap 4 kindur sem inni voru og 3 hross
sem stóðu i skjóli undir húsveggnum.
Marz 5. Enskur botnvörpungur, Euripides, frá Hull,
strandaði i Hænuvík við Patreksfjörð. Druknuðu
3 skipverjar en hinir komust naumlega af.
— 6. Enskur botnvörpungur, St. Elmo, frá Hull, strand-
aði við Holtsós undir Eyjafjöllum. Skipverjar kom-
ust allir af.
— 28. Hrapaði til dauða unglingspiltur á Giljum í
Mýrdal, í gili nálægt bænum.
Apríl 1. Féll maður útbyrðis af Gullfossi, á Steingrims-
firði, og druknaði. Var úr Rvík.
(35)
3