Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 41
yfir sjálfstæði írlands og var hann kosinn »forseti
hins írska lýðveldis« 1918. Árið áður hafði hann ver-
ið’íkosinn formaður fyrir Gaelic League, félagi sem
átti að vinna að því, að útrýma ensku úr írlandi og
taka upp aftur hið forna keltneska mál, sem meiri
hluti íra hafði fyrir löngu týnt. Petta félag varð einn
helsti máttarstólpinn í frelsisbaráttu íra. Jafnskjótt
og Sinn Fein flókkurinn hafði lýst yfir sjálfstæði ír-
lands, var þing sett á stofn í Dublín. Var það nefnt
Dail Eirann og de Valera var kosinn forseti þess, en
nokkru áður höfðu Bretar sett hann í fangelsi fyrir
uppreisnartilraunir, og meðan hann sat í varðhaldi
var hann fyrst ko'sinn þingmaður og síðan forseti, og
sýnir það bezt, hve mikil áhrif hans hafa verið. Hann
var kosinn á þing fyrir kjördæmið East Clare, sem
í hundrað ár hefir verið eitt hið helsta vígi frelsis-
baráttunnar írsku.
í febrúar 1919 hvarf de Valera skyndilega úr fang-
elsinu, hafði hans þó verið vel gætt Skömmu síðar
kom hann fram í New York og hóf ákafa baráttu
gegn Bretum og stjórn þeirra á írlandi. í Bandaríkj-
nnum er fjöldi íra og studdu þeir de Valera af kappi,
og jafnvel stjórnin í Washington fór að blanda sér í
málið, og skora á Breta að koma betra skipulagi á
írsku málin. Petta hefir vafalaust haft mikla þýðingu.
Bendingar frá Bandaríkjamönnum knúðu Breta til að
flýta fyrir málunum og ieggja meira i sölurnar. Stjórn-
in brezka reyndi i sífellu að koma friði á milli íra
og Breta, en alt reyndist árangursiaust. Sinn Feinar
höfnuðu öllum boðum og heimtuðu að írland yrði
viðurkent sjálfstætt lýðveldi og de Valera væri for-
seti þess. Smátt og smátt komust öll völd í hinum
kaþólska hluta írlands í hendur Dail Eirann, en Breta-
stjórn réði engu, nema þar sem herlið hennar var,
Englendingar voru drepnir hrönnum saman og ensk
lög virt að vettugi. De Vaiera hvatti manna mest til
þessara stórræða og Sinn Feinar fylgdu vilja hans í öllu,
(15)