Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 80
Hoover, hinn nafnfrægi bjargráðamaður í styrjöld*
inni, og Pershing hershöfðingi. í veizlunni tók þátt
margt stórmenni Vesturálfunnar, menn og konur þús-
undum saman, og kostaði hvert sæti 1000 dollara.
Enginn gretti sig við matnum, pótt ekki væri mikið
í hann borið; gestirnir sátu á trébekkjum og fengu
ekki annað en rísgrjónagraut, gamalt hveitibrauð við-
bitslaust og kókóbolla. í rauninni kostaði borðhaldið
á hvern mann 22 cent, svo að 1000 dollarar máttu
heita rífleg greiðsla. En allir létu pó gjaldið með
glöðu geði af hendi rakna og gáfu jafnvel meira í
viðbót og litu pá jafnframt til auðs stóls, sem settur
var upp á sjalft háborðið og tákna skyldi fjarstadd-
an gest, hungruð börn í Mið-Evrópu. Til þeirra
runnu allir peningarnir, meira en 2 milJj. dollara,
sem inn komu við veizluna.
15. Framfarir í símritun. Óvíða hafa orðið meiri
framfarir á síðari árum en í símum. Pað pykir nú
mestum tiðindum sæta, að hægt er nú að sima mynd-
ir og þar með handrit manna, svo að greinileg eru
og auðþekkt. Petta hið síðara þykir einkum mikils-
vert í viðskiptum. Norskur verktræðingur, Hermod
Petersen að nafni, er sá, sem þessa aðferð hefir fundið.
Innlendur fræðnbíilknr.
1. Sira Porsleinn Sveinbjarnarson á Hesli þókti gott
skáld á sinni tíð. Hann var föðurbróðir Sveinbjarnar
rektors Egilssonar. Fæddur var hann 1730, en and-
aðist 1814. Honum er lýst á þessa leið (í Lbs. 312,
fol.): »Síra Porsteinn var álitlegur að sjá, fjörmaður
og harður af sér, harðsinna og snögglyndur, einarð-
ur og aðsjáll í meira lagi, en stóð vel i embætti sínu
og var vel gáfaðura. Sira Porsteinn er kunnastur af
sálmum sínum, en haföi það þó til að kasta fram
(54)