Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 35
ingana. En Stinnes keypti aldrei eina púfu í peim
héruöum, sem næst voru landamærum. Svo þegar
striöið endaöi hélt hann öllum eignum sínum.
Pegar alt komst á ringulreið í Pýzkalandi við lok
ófriðarins var Stinnes í essinu sínu. Pegar aðrir
mistu kjarkinn, óx honum ásmegin. Hann náðiundir
sig mestum hluta af kola- og járnnámum Pýzkalands
og hverri verksmiðjunni eftir aðra. Pegar Banda-
menn tóku nálega allan kaupskipaflota Pjóðverja,
efndi Stinnes óðara til nýrra skipasmíða, og nú á
hann meira en helming af þeim skipum er sigla und-
ir þýzku flaggi.
Hinn mikli auður gaf Stinnes líka völd. Stjórnin
varð leiksoppur í höndum hans og varð að gefa hon-
um allskonar sérréttindi. Kom loks að því að nærri
þvi öll mestu gróðafyrirtæki Pýzkalands voru kom-
in í hendur hans, og nú er hann að reyna að ná
yfirráðum yfir járnbrautum þýzka ríkisins.
Nýlega hefir Stinnes tekið að beita sér fyrir þvi,
að grafnir verði skipaskurðir milli Bínar, Weser, Oder
og Dónár, svo að sigla megi hafskipum milli Norður-
sjávar og Svartaliafs. Ef þetta merkilega fyrirtæki kemst
í framkvæmd, fær Stinnes auðvitað yfirráðin yfir öll-
um samgöngum og vöruflutningum i Mið-Evrópu.
Pýzkaland varð brátt of litið fyrir Stinnes. Hann
teygði hendur sínar útyfir nágrannalöndin í suðri og
austri, og sópaði til sín flestu, sem fémætast var. í
Finnlandi hefir hann eignast stóra skóga og fjölda
í'ossa. Hin mikla eymd Austurríkis gerði honum kleift,
að kaupa næstum allar námur og slærri verksmiðjur
þar í landi. Og í raun og veru er það nú Hugo Stin-
nes, en ekki stjórnin í Vínarborg, sem ræður yfir
Austurríki. Hann er formaður í hinu »þýzk-rússneska
verzlunarfélagi« til þess að hagnýta auðsuppsprettur
Rússlands og loks hefir hann eignast allar hinar
stærstu járnnámur í Csekó-Slóvakiu. Við Pólland hef-
ir hann ekki viljað eiga.
(9)