Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 91
að taka úr Laagarbrekkukirkja og klæða sig í og
leggja sig syo skrýddan í líkkisturnar. Lagði hann
að síðustu svo fyrir, að taka skyldi djúpa gröf að
sér, svo djúpa, að aldrei yrði við hrært. Að kveldi
þessa dags lagðist síra Ásgrímur ósjúkur til svefns,
eo var dauður um morguninn eftir. Var síðan útför
hans gerð að öllu levti eftir því sem hann hafði fyr-
ir lagt.
7. Jóabragur. Margir munu kannast við piltinn Joe i Pick-
wicks-sögu Dickens skálds, þenna sísofanda og sísvanga strák-
slöttólf. Hér fer nú á eftir lýsing á nafna hans islenzkum, og þó
eldra, því að liöfundur bragsins, Jóhannes Árnason, var eldri
miklu en Dickens, og höfðu þeir hvorugur spurn af öðrum. Jó-
hannes var sonur Árna skálds á Stórahamri í Eyjafirði; var Árni
sá vel hagmæltur og heíir orkt rímur nokkurar. Fátækur var Arní
mjög, sem vottar í vísu hans, er hann sendi eitt sinn hreppstjór-
um á hreppaskilaþing:
Kýr er ein og kapaldróg,
kúgildið og fjórar ær.
Ekki þækti öllum nóg
eigur við að bjargast þær.
Jóhannes fluttist austur í Múlasýslu og er talinn þar á'efra
aldri árið 1836. Hann var hagmæltur, sem faðir hans, og hefir
orkt rímur og fleira. Penna brag sinn mun hann hafa orkt í
gamni um sjálfan sig, og er hann viða til í handriti (hér er farið
eftir ÍB. 131, 8vo., og Lbs. 166, 8vo.).
1. Vil eg fræða virðaþjóð,
þótt vísdóm geri sóa,
og menntum-prýdda minjaslóð
um morgunsvefninn Jóa.
2. Ekki er vert að ýkja par
af því syndahrói,
þótt svinnar veki hann sæturnar,
samt ei vaknar Jói.
3. Húsmóðirin til heilla ör,
honum þó við ógi,
vekja girnist baugabör,
blund ei slitur Jói.
4. Dóttir hennar, dreglahrund
(65)
5