Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 68
ur, og má nefna annan hlutann getnaðarhlutann, en
hinn hlutinn veldur og leiðir í Ijós kynmerki pau,
er verður vart við hjá mönnum og dýrum Er par
átt við líkamsiögun manna og kvenna, hvelfd konu-
brjóst, likamshár o. s. frv. Getnaðarkirtill þessi þrosk-
ast, er menn ná getnaðarþroska. Tókst nú próf. Stei-
nach að sýna fram á gildi þessa hluta getnaðarkirt-
ilsins, er honum tókst að flytja þenna getnaðarkirtil
yfir á geld dýr, og komu þá öll kynmerki í ljós eftir
nokkurn tima. Þá hefir hann og einnig notað Rönt-
gengeisla og tekizt með þeim að eyðileggja getnaðar-
hluta getnaðarkirtilsins, en halda hinum við.
Eins og kunnugt er, hélt hinn ungi þýzki rithöf-
undur Weininger því fram, að allir karlmenn hefðu
einhvern hluta kveneðlis í sér, og allir kvenmenn
einhvern hluta karleðlis ísér, og má sýna þetta með
táknum eins og t. d. (m táknar mann og k konu):
m + m-(-m + m-fk, ogá þetta að tákna, að karl-
maður sá, er um er að ræða, hafi einnig að litlu
leyti konueðli í sér, eða k + k-fk + k + m + m,
er tákna á, að kona sú, er um er að ræða, hafi að
allmiklu leyti karleðli í sér. Steinach hefir komist
að sömu niðurstöðu og sömuleiðis aðrir læknar eins
og t. d. prófessor Rovsing í Kaupmannahöfn, erfyrir
'2 árum siðan breytti tvíkynjaðri manneskju í stúlku.
Aðferð prófessors Steinachs er þrenns konar: 1. Með
því að loka fyrir sæðisgöngin eyðileggur hann getn-
aðarhlutann, en heidur hinum við. 2. Hann notar
Röntgengeisla til þess að koma sömu breytingu á. 3.
Hann flytur kirtil úr ungmenni yfir í gamalmenni og
alt líkamsástand mannsins breytist. Hefir hann eink-
um gert fjölda rannsókna á dýrum, og voru áhrifin
undraverð. Eftir 3 vikur breyttist alt ástand dýrsins
(kanínur, marsvín o. fl.): Augun urðu skærari, sjón-
in skarpari, öll athyglisgáfa skerptist, hárin urðu þétt
og mjúk, dýrið fór að stökkva og réðst jaínharðan
á karldýr, er slept var inn í búrið, eða kvendýr, ef
(42)