Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 108
Nytjabálkur.
[Safnað hefir jfr. Imba OrkanJ.
1. Heimilisvélar. Petta eru pær vélar, sem mest varða
daglegt líf vort og störf vor í heimahúsum. Má hér
til einkum nefna, auk sigurverka, loptvoga o. s. frv.,
skilvindur, saumavélar, prjónavélar og fleiri slík áhöld.
Það er sameiginlegt með þessum vélum, að þeim er
ætlað að verða oss að notum á ýmsan hátt og að þær
þurfa allar umhyggju og góða hirðing og meðferð,
ef koma eiga að fullu gagni. En á meðferð þeirra er nú
einmitt víðast mestur misbrestur, sem stafar líklega
mest af því, að almenningur gerir sér ekki fullljósa
grein fyrir gildi þeirra og verðmæti. Mörg slik vél
er skemmd eða ónýtt algerlega, löngu fyrr en vera
þyrfti, með rangri meðferð. Ein algengasta misbrúk-
unin er sú að nota vélarnar áburðarlausar og óhrein-
ar eða með mjög slæmum áburði, og oft er að eins
borið á nokkur liðamótanna, en ekki sum. Oft safn-
ast óhreinindi i áburðarholurnar og loka þeim alveg.
Stundum er borið á vélarnar óhreinar, og fer þá ryk
og óhreinindi með áburðinum á liðamótin, en þetta
hefir svipuð áhrif á þau sem mjög smágerður sand-
ur, rífur þau og slítur þeim að óþörfu. Oft er notað-
ur svo slæmur áburður, að eftir fremur stuttan tíma
eru vélarnar orðnar þungar og tregar í snúningi,
enda stöðvast alveg að lokum, einkannlega ef þær
standa ónotaðar. Ef öllum væri Ijóst, hversu mikið
verðmæti, beint og óbeint, þessar vélar hafa að geyma,
þá væru að líkindum ekki eins mikil brögð að þess-
ari misnotkun. Hér skulu nú talin nokkur hin helztu
ráð til þess að girða fyrir misnotkun, þótt málshátt-
urinn segi, að liægara sé að kenna heilræðin en halda.
— Fyrsta skilyrði fyrir góðri endingu og góðum gangi
vélanna er, að þeim sé haldið vel hreinam, ryk eða
óhreinindi ekki látin ná að festast á þeim; má þetta
(82)