Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 63
slöktur í þvi þar. Fiskurinn í skipinu skemdist
mjög.
Sept. 21., aðfaranóttina. Brann kirkjan, bærinn og 2
geymsluskúrar á Mælifelli, til kaldra kola. Fólkiö
bjargaðist út með naumindum. Embættisbókunum
varð bjargað og ofurlitlu af innanstokksmunum.
Kirkjan var óvátrygð og skúrarnir, en bærinn og
búsmunirnir í lágri vátryggingu.
í þ. m. fórst vélbátur frá Valþjófsdal í Önundar-
firði. Fjórir menn voru á bátnum og fórust þeir
allir. — Brann hey í Brautarholti, ónýttust um
300 hestar af töðu og nokkuð af öðru heyi.
Okt. 4. Beið raflagningamaður í Rvik bana af að snerta
þráð er straumur var í. Maðurinn var Einar Stefáns-
son læknis í Mýrdal Gísiasonar, fæddur ’/i» 1894. —
S. d. hljóp skot úr kindabyssu í Sláturhúsinu í Rvík,
i mann, og meiddist hann talsvert.
31. Tók út i hvassviðri háseta af vélskipinu Svölu,
i grend við Vestmannaeyjar. Hét Pórarinn Bjarn-
finnur Helgason og var úr Rvík, f. 28/« 1900.
í þ. m. datt 3. ára drengur á Höfða í Höfðahverfi,
ofan í pott með sjóðandi vatni i, og beið drengur-
inn bana. — Fórst vélbátur frá Rvík, með 3 mönn-
um. Formaðurinn hét Hjörleifur Einarsson. — Hvarf
á Akureyri þýzkur klæðskeri, H. Bebensee. Hald-
ið, að hann hafi druknað.
Nóv. 23. Urðu tveir drengir i Rvík fyrir bifreið og
meiddust báðir, annar mikið.
í þ. m. tók snjóflóð unglingspilt og fjárhóp frá
Brúnavík i Norður-Múlasýslu, og sópaði því á sjó
út, svo að alt druknaði.
Des. 22. Féll háseti af botnvörpungnum Agli Skalia-
grimssyni út af bryggju á Flateyri og druknaði.
Hét Bárður Sigurðsson og var úr Rvík, f.27/21885.
— 31. Pýzkur botnvörpungur, Grete, frá Gestemunde,
strandaði á Slýjafjöru í Meðallandi. Mannbjörg varð.
— S. d. druknuðu í höfninni í Rvik vélstjórar tveir
(37)