Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 84
íslenzku sem latinu. Skólastjórn fórst honum prýði-
lega, og kennari var hann nafntogaður, og er svo um
hann sagt, að aldrei »sló hann nokkurt barn eitt
blak«. Mjög var hann vel að sér í fornum fræðum
norrænum, og til hans leituðu oft útlendir fræði-
menn um urlausn í peim efnum. Stirður ræðumaðnr
er síra Gunnar talinn, er hann var prestur oröinn,
og búsýslumaður enginn, enda átti hann jafnan við
örðugan hag að búa, var og hneigður nokkuð til
drykkju. Einarður maður var síra Gunnar og alvöru-
mikill, en pó rólyndur og viðfelldinn í umgengni;
pokkalegur maður að ásýndum og í framkomu, lítiil
vexli, en pó rammur að afli.
Þegar sira Gunnar var prestur í Hjarðarholti, bjó
i Ljáskógum í Laxárdal Brynjólfur, sonur Jóns lög-
sagnara Arnórssonar í Ljaskógum. Brynjóll'ur var
drykkjugjarn og svaðamenni mikið. Hann hafði ýms-
ar ertingar við síra Gunnar; eitt sinn var pað t. d.,
að síra Gunnar tók menn til altaris, og komu pá fá-
einir seinast til bergingar; sneri síra Gunnar sér að
peim og gaf peim brauðið, en er hann sneri sér að
peim með kaleikinn, var lítið i honum, en pó svo
mikið, að sira Gunnari pókti sem pað myndi duga
fáum mönnum. Brynjólfur sat við altarið og hafði á
sér brennivínsflösku fulla, hvolfdi yfir kaleikinn, svo
að fylltist. Síra Gunnari varð lítið fyrir, sneri sér að
altarinu, drakk upp úr kaleiknum, perraði innan,
fyllti síðan aftur með messuvíni og helgaði, bar síð-
an um til bergingar, sem ekkert hefði í skorizt (Lbs.
312, fol.).
Þegar síra Gunnar reið frá Leirá úr brúðkaupi
Olafs Stefanssonar, siðar stiftamtmanns, kom hann
að Breiðabólstað í Sökkólfsdal. Þar bjó pá auðugur
maður, Paimi að nafni, lögréttumaður; hanu bauð
prófasti inni í skemmu sína, og pá hann pað; bað
pá prófastur um brennisvínshressing, en bóndi fekk
honum kút og losaði ekki um tappana. Prófasturtók
(58)