Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 42
Seint á árinu 1920 fór de Valera leynilega til fr-
lands, og vildu nú Bretar láta taka hann höndum og
dæma hann fyrir föðurlandssvik. En Lloyd George
pótti ráðlegra að láta hann vera frjálsan og skömmu
síðar tók stjórnin brezka að semja við hann, sem
fulltrúa fyrir Dail Eirann. Petta vakti feikna mikla
gremju meðal íhaldsmanna. Töldu peir pað hina
mestu ósvinnu að forsætisráðherrann skyldi semja
við mann, sem væri uppvís að pvi að hafa bruggað
samsæri gegn ríkinu. En Lloyd George fór sinu fram
og bauð de Valera á fund við sig í Lundúnum. Kom
de Valera þangað snemma sumars 1921, og var nú
vegur hans sem mestur. Hann hafði neytt Bretastjórn
til pess að semja við sig, og með því varð hún í
rauninni að viðurkenna að írland væri sjálfstætt
ríki. Bjuggust nú allir við góðum málalokum, enda
voru tilboð stjórnarinnar brezku hin ákjósanlegustu.
De Valera tók öllu vel, en kvaðst enga ákvörðun
geta tekið íyr en hann liefði ráðfært sig við Dail
Eirann. Væntu nú flestir friðar, en pað fór á aðra
leið. Pegar de Valera var kominn heim til Dublín,
lýsti hann pví yfir, að hann vildi ekki ganga að til-
boðum Breta og enga samninga gera við þá, nema
pví að eins, að allur brezkur her yrði strax kvadd-
ur heim og írland viðurkent fullvalda ríki. Allir vissu
að Bretar myndu ekki að ganga að þessu.
Nú hafði de Valera brent skip sin. Eftir petta var
óhugsandi, að brezka stjórnin vildi semja við hann,
og írar sjálfir voru farnir að linast. Peir voru eins
og von var til, orðnir preyttir á hinum sífelda ófriðí
og práðu frið. Þeir sáu líka að hið nýja riki, sem
Bretar höfðu stofnað í Ulster, blómgaðist vel, og nú
fóru að heyrast háværar raddir meðal Sinn Feina
sjálfra, um að hið kapólska írland gæti sætt sig við
samskonar sjálfsforræði og Ulster hefði hlotið.
Dail Eirann ákvað að leita samninga að nýju við
Bretastjórn og var til pess send nefnd til Lundúna.
(16)