Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 132
ef þær eru óhreinar. Eins veröur að gæta þess að
þurrka ekki skurnirnar of lengi, því að þá er hætt
við, að þær verði brúnar. Pað verður að kasta burt
þeim brotum, sem brúnleit hafa orðið, ef sum hafa
orðið það.
30. Að gera pappír vatnsþéttan og loptþéttan. Papp-
írinn, sem á að vatnsþétta eða loptþétta, skal festur
á borð og strokinn með fernís, er hafi verið hitaður
upp. Siðan skal hengja pappírinn upp til þurrkunar
á rönd, og verður þá skjótt hægt að brúka hann.
Burstann, sem notaöur hefir verið, skal hreinsa með
sleinoliu, með þvi að ella þornar fernisinn inn i hann.
31. Nasakvef. Ágætt ráð við nasakvefi er kamfóru-
olía. Kaupa má í lyfjabúðum smáglas af kamfóru-
olíu; í það skal dýft litlum, hreinum hárbursta og
honum strokið um nasirnar að innan. Ef þetta ein-
falda ráð er tekið við nasakvefi undir eins í byrjun,
losna menn mjög fljótt við það. — Saltvatn er og
ágætt i sama augnamiði (sbr. í 9 hér að framan).
32. Vindlaaska lil fœgingar. Pað er ekki víst, að öll-
um húsmæðrum sé kunnugt um það, að vindla- og
vindlingaaska er ódýrt fægingarráð og er ágætlega
fallin til þess að hreinsa og fága. Öskunni skal safn-
að smám saman og nota hana dálítið raka eða þurra
til þess að fægja alls konar málm, jafnvel silfurmuni.
33. Kirsiber til lœkninga. Kirsiber til lækninga þykja
nú ágæt. Hér með er átt við neyzlu sætra kirsiberja
reglulega og í stórum stýl til lækninga við ýmsum
langvinnum sjúkdómum, eftir vissum reglum. Efnið
i kirsiberjum er eplasýra, eplasúrt kalk, tektín, gúmmí,
eggjahvíta o. fl. Sæt kirsiber hafa að geýma míkið af
sykri. Pau eru mjög bragðgóð, þegar þau eru ný,
hressandi, nærandi og heilnæm. Læknar ráða mönn-
um til kirsiberjaáts við ýmsum sjúkdómum, maga-
og miltissjúkdómum, meltingartruflunum, ímyndunar-
veiki, taugaveiklun, krampa, gulu, tæringu, gikt, blóð-
spýtingi o. fl. Ekki þurfa menn að hafa jafnsterkar
(94)