Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 40
gefið írlandi langtum meira sjálfstæði, en Gladstone
vildi láta pað hafa, og kröfur Parnells og Redmonds
voru aðeins um að pað fengi heimastjórn (Home
Rule), en ekki að pað yrði sjálfstætt ríki.
Pessi góðu málalok fyrir írland eru fyrst og fremst
tveimur mönnum að pakka. Lloyd George, sem alla
æfi hefir fylgt fast fram frelsiskröfum íra og',E'amon
de Valera, forseta »irska lýðveldisins« síðan 1918.
Án harðfylgis hans hefðu Irar ekki fengið hin góðu
kjör, er peir hafa nú hlotið.
De Valera er fæddur 1883. Faðir hans var Spán-
verji en móðirin var af írskum ættum. Hann ólst
upp i Dublín og lagði stund á stærðfræði og varð
prófessor í peirri visindagrein við háskólann i Dublín*
en snemma tók hann einnig að fást við stjórnmál
og gekk í pann fiokkinn er harðastur var í kröfum.
Pegar heimsstyrjöldin hófst 1914 komst los á flokka-
skipunina á írlandi. Redmond, sem var formað-
ur írska pjóðernisflokksins, vildi styðja Bretastjórn
gegn Pjóðverjum, en pá klofnaði flokkurinn og marg-
ir hinna yngri stjórnmálamanna á írlandi vildu leita
bandalags við Pjóðverja, og vinna landinu frelsi með
tilstyrk peirra. De Valera varð fljótt helsti foringi
pessara manna. Honum er syo lýst að hann sé æs-
ingamaður mikill og hafi einkar gott lag á að hvetja
liðsmenn sína og halda við hjá peim áhuganum.
Hann er hugmikill maður og hinn ótrauöasti foringi
í öllum harðræðum, ræðumaður góður og hinn föngu-
legasti í ytra útliti.
Á páskum 1916 hófu írar uppreisn í Dublín, og
var de Valera einn af foringjunum. Bretar fengu pó
fljótt bælt uppreisnina niður og foringjarnir voru
teknir höndum og hlutu pungar refsingar. í pað skifti
slapp de Valera við refsingu og varð hann frá peim
tima foringi Sinn Feina, og sá maður, er réði mestu
i hinum kapólska hluta írlands.
Nú rak hver viðburðurinn annan. De Valera lýsti
(14)