Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 76
eins mikið og pað, sem lægsl er þessara priggja landa.
Árið 1915 var kolaframleiðsla Bandaríkjanna 500
millj smálesta, Bretlands og Þýzkalands (hvors um sig)
rúmlega 270, Austurríkis og Ungverjalands nálægt
50, Frakklands nálægt 40 og Belgiu nálægt 20 millj.
smálesta. Kolaframleiðsla annarra landa árið 1910 sést
af þessari töblu (í millj. smálesta):
Ástralía 10. Nýja-Sjáland 2,23. Japan 14,79.
Kína 14,59. Indland 12,09. Suður-Afríka 5,50.
Kanada 13,01. Mexico 2,45. Spánn 3,55.
Ítalía 0,40. Svíaríki 0,21. Önnur lönd 8.
Lönd, sem litla eða enga kolaframleiðslu hafa,
verða að sækja kol sin til annarra landa. Kolaeyðsla
hvers lands er góður mælikvarði á iðnaðarfyrirtæki.
í Noregi er eytt árlega 1 smálest á hvern ibúa, í
Frakklandi 1,5, í Belgiu og Kanada 3,5, í Þýzkalandi
nálægt 4, i Bretlandi 4,5 og í Bandaríkjunum nálægt
5 smálestum. Hér á landi eru aðflutt kol árið 1918
rúralega 20 púsundir smálesta, eða 3/o smálestar á
hvern íbúa, og hefir innflutningur kola hingað mjög
minnkað vegna styrjaldarverðs, pví að 1913 nema
aðflutt kol 103 þúsundum smálesta eða nálægt l*/«
smálest á hvern íbúa. Árið 1890 er kolaeyðslan hér
að eins um 5600 smálesta eða 7/D“ smálestar á hvern
mann, enda voru þá engir botnvörpungar til hér. 90
af hundraði allra kola, sem framleidd eru, eru stein-
kol. Eftir rannsóknurn þeim, sem áður voru nefndar,
þurfa menn ekki fyrst um sinn að óttast kolaleysi í
heiminum, því að samkvæmt þeim er kolaforði jarð-
arinnar samtals 7397553 milljónir smálesta, og um
það bil er það er þroíið má vænta þess, að manns-
andinn hafi fundið eitthvert efni i staðiun. Kolaforð-
inn skiptist svo á heimsálfurnar talið i millj. smá-
lesta: Evrópa 784190, Ameríka 5105528, Áslralia 170410,
Asía 1279586, Afríka 57839.
Kolauðgust lönd eru Bandarikin með 3868657, þar
næst Kanada með 1234269 og þá Kina með 995587. í
(50)