Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 105
Bárður lesi berin öll,
beri Ingólfur viðartröll.
128. Kolin höggvi Kolur einn í Njálu,
Kvillanus hirði kamarhús,
en Krákur rétti soðmatskrús.
129. Vel tólf hundruð vill hver peirra hafa
í sitt kaupið ekki klént
í íðilvörum tvennt og prennt.
130. Bússtýran sé baugs hjá þolli stríðum
forbjörg digra, þokkafrú,
þrýstin vel um mjaðmir sú.
131. Hallgerður á Hliðarenda forðum
ráðskonan sé rembilát,
reiknuð oft við þjófa kát.
132. Hér næst hafi þernu yfrið stóra,
Skjaldgerði með skorpinn haus,
skal því aldrei vanta raus.
133. Fála, Gála, Flegða, Jena og Syrpa
og flagðið Gríma, Flaumgerður,
Fíma, Gíma og Valgriður.
134. Skuld hin vonda skal á niðursetu
og skammargreyið Skaðvaldur,
skollans líki ferlegur.
135. Vinnustelpur vilja kaupið þiggja
átta hundruð eigi tæpt,
eitthvað mun í þessu hæft.
136. Fimm þúsundir fjár sé allt að geyma,
þúsund má vel hesta hér
Hamar fleyta, trúðu mér.
137. Hálft skal þúsund hafa nautgripanna
og vel liundrað geitagrey,
gætum til, að fargist ei.
138. Eftirgjaldið er nú sér í lagi
af sagðri jörð, hvað svara ber,
sem á bóndann skilið er.
139. Telja fyrst má tuttugu sauði gamla,
(79)