Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 150
i annað sinn og fór á sömu leið. Pá fekk hann em-
bættisbróður sinn til þess að fara á fund stúlkunn-
ar og reyna enn til við hana. Eftir að pessi prestur
hafði sagt erindi sitt svaraði stúlkan:
»Pið verðið að fara að hætta þessum búsvitjunum hér,
pví að annars fer eg að fá óorð af ykkur«. (Engström).
Vesterberg skipstjóri: »Já, eg hefi allt af verið mann-
úðlegur við karlana mína og bjargað lífi margra þeirra
og pað oftsinnis. Eg skal til dæmis segja ykkur, aö
einu sinni lögðumst við hjá Kanaríeyjunum, og tveir
menn voru sendir í land til þess að sækja vatn. Petta
var hættulegt, því að í eyjunni var fullt af villimönn-
um. Fyrst sendi eg tvo menn og þá tóku villimenn-
irnir, síðan aðra tvo og fór á sömu leið og loks enn tvo
og enn tóku villimennirnir þá. Eftir það bannaði eg íleiri
mönnum að fara í iand og sigldi burt«. (Engström).
Hann: »Mig dreymdi í nótt, að við værum hjón«.
Hún (kuldalega): »Jæja, það var vinsamlegt«.
Hann: »Já — og það var svo mikill kuldi af yður,
að eg varð að fara á fætur og bæta ofan á okkur
einu teppi í viðbót«. (Strix).
Janni gamli ökumaður hefir keypt matvæli til heim-
ilis hjá kaupmanni, og býður þá kaupmaðurinn hon-
um vindil, sem hann segir, að sé ágætur. Janni gamli
tekur vindilinn og segir: »Peir segja, að það sé mun-
ur á vindlum, en þess konar bulli fær enginn mig
til að trúa«. (Strix).
Tveir betlarar talast við, annar blindur, hinn krypp-
lingur. Annar segir: »Nei, Kalli, nú hefi eg verið
krypplingur í þrjár vikur, nú vil eg vera blindur;
þú getur ekki með nokkurri sanngirni ætlazt til þess
að fá að vera blindur allt af«. (Strix).
(102)