Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 140
rnál, fer eg ósjálfrátt að efast um, að mjög erfitt sé
að leggja hann að velli í alvarlegum áflogum. Nema
þetta mál sé einkenni uppburðarleysis, uppburðar-
leysis á pví að vilja sýna krafta sína.
En virðulegu konur og menn! Mál Kaupmannahafn-
arkvenna er indælt. Kaupmannahafnarkonurnar sjálf-
ar eru englar í mannlíki.-------Nei, eg er klúr —
pær eru englar i englalíki, eins og guð hefir sjálfur
ætlazt til á sinum fegurstu stundum, einmitt pegar
hann var sem ólmastur að skapa.
Petta skil eg sjálfur, pó að eg sé enginn guð.
Eg hefi verið á Strikinu1) i dag. Og eg sit nú með blá
gleraugu fyrir augum til pess að jafna mig eftir öll pau
logandi augnaráð, allt pað töfrandi tilhald, alla pá sam-
úðarprá, sem Kaupmannahafnarkonunum hefir pókn-
azt að sæma mína litilmótlegu persónu. Eg skil að nokk-
uru leyti, að pað var runnið frá ásýnd minni. Drottinu
minn, kona getur ekki hoppað frá eðli sinu og fegurð-
arprá — en petta var pó magnað. Eg roðnaði oftsinnis.
Pér, sem eruð yfir fertugt eins og eg, hljótið aé
skilja tilfinningar uppburðarlítils öldungs.
Allt í einu poldi eg ekki lengur við. Rauðar örvar
smugu gegnum hjarta mér, rauðir logar pyrluðust
upp fyrir augum minum, sem voru orðin dauðpreytt
að horfa á alla pessa fegurð — og eg sneri mér viö
að næsta manni á götunni, vel búnum og öldruðum,
og sagði eins greinilega og eg gat: »E-me!«
Hann svaraði: »E-me!« Og eg skildi, að hann vildi
mér vel. Hann fór með mig á næsta veitingahús og
þar fekk eg Gamla-Carlsberg, framreiddan af einni
dásamlegustu þjónustumeyju Kaupmannahafnar. Með-
an stóð á okkar andríka samtali, skæidi hún sinn
rósamunn og skaut út úr sér töframögnuðu: »Aa,
Skidt!«, með þeim hætti, að eg var rétt aftur kominn
í fjöturinn. En eg sýndi karlmennsku og þraukaði.
1) S. er fjölfarnasta gata i Khöfn, þar er menn ganga sér til
skemmtunar.
(98)