Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 83
annan heldur en á hann;
upp á ráði sá fann.
Þegar sira Porsteinn frétti lát Björns lögmanns-
Markússonar, kvað hann:
Allir eldar út um síð
áður glæðir nenna
að brenna;
lögmanns Björns er lokið strið,
löngum mátti um sina tið
á köldu kenna.
Pað var siður hinna fyrri presta að bera jafnan
hempur sínar, og riðu þeir í þeim á ferðalögum; en
á efri árum síra Porsteins tóku ungir prestar að ríða
í litklæðum, alla vega litum, bláum, grænum, gráum
o. s. frv. Pá kvað sira Porsteinn:
Sunnanstiftis sjást nú klerkar svartir fáir;
þeir eru orðnir grænir, gráir,
gulir, rauðir, hvítir, bláir.
Siðasta vísa, sem síra Porsteinn kvað, var i siðasta
sinn, er hann fór til kirkju. Var þá sira Porsteinn
fyrir löngu hættur prestskap, háaldraður og hafði
setzt að á eignarjörðu sinni, Hliðarfæti í Svínadal.
Var hann þá sóknarbarn síra Jóns skálds Hjaltalíns.
Síra Porsteinn var hrumur mjög og svo veikur, er
hann fór til kirkju í siðasta sinn, að styðja varð
hann á hest; en þegar hann fór af baki, tók sira
Jón Hjaltalín við honum og leiddi hann i kirkjuna:
en þá vildi svo til, að síra Porsteinn hrasaði, og kvað
hann þá:
Fótum mínum förlast þol,
til falls eg núna leiðist;
þeir hafa lengi borið bol.
Brúkað flestallt eyöist.
2. Sira Gunnar Pálsson, rektor um hríð á Hólum,
en síðar prestur í Hjarðarholti i Dölum og prófastur
(f. 1714, d. 1791), var gáfumaður mikill, lærður mað-
ur vel og eitt hið bezta skáld sinnar tíðar, jafnt á
(57)