Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 62
Apríl 10. Strandaði frönsk fiskiskúta á Tvískerjafjöru í
í Öræfum. Mannbjörg varð.
1 þ. m. strandaði á Skálafjöru við Meðalland þýzk-
ur botnvörpungur, Carsten, frá Gestemúnde. Menn
björguðust allir.
Mai 5., aðfaranóttina. Brann íbúðarhúsið á Hofi á
Kjalarnesi, til kaldra kola ásamt 3 útibúsum. Fólkið
bjargaðist fáklætt, húsið var alelda á svipstundu.
Húsin voru nokkuð vátrygð, ásamt innanstokks-
munum.
— 7. Kviknaði í mjög eldfimu efni i litardunki á vél-
báti, Hörpu, í Hafnarfiröi, og skaðbrendist skip-
stjórinn á höndum og fótum við að grípa logandi
dunkinn og fleygja honum í sjóinn.
— 10. Féll farþegi útbyrðis af Botníu á leið frá Khöfn
til Leith og druknaði, Einar Helgason Zoéga úr
Rvík, ungur maður.
í þ. m. fórst fiskiskipið Dýri, frá Pingeyri, með
10 manns. Skipstjórinn hét Markús Jónsson og var
frá Haukadal í Dýrafirði.
Júní 15. Druknaði maður af Sterling.
Júlí 31. Drepinn í Khöfn af dönskum hermanni Por-
geir Halldórsson úr Kaplaskjóli við Rvík, f. '/'»
1900. Hermaðurinn var dæmdur í 5 mánaða betr-
unarhússvinnu.
Um mánaðamót júlí—ágúst strandaði seglskip
á Borgarfirði, eystra. Pað var hlaðið salti. Menn
allir björguðust.
í ágúst náði sturluð kona í Svarfaðardal, í stein-
olíu, helti henni í föt sín, kveikti í og brann til
ólífis. — í Rvík féll tré ofan á dreng á 5. ári og
beið hann bana af. — Snemma í þ. m. fórst bátur
með 4 mönnum í fiskiróðri írá Bolungarvík. For-
maðurinn hét Einar Hálfdánarson.
Sépt. 10. Kviknaði í danskri skonnortu, Dronning
Agnes, er lá á Bolungarvik og var að taka þar
fisk. Skipið var dregið til ísafjarðar og eldurinn
(36)