Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 32
hoða fæðu. Þá var þeim sýndur ílangur, lýsandi
sporbaugur, sem þeir tóku ekkert mark á, þ. e. þeir
skiluðu ekki munnvatni út á slíkt. En smám saman
var sporbaugnum breytt svo, að hann liktist hring
ineira og meira, í þvi skyni að rannsaka hæfileika
þeirra til að aðgreina form.
Þegar náð var því stigi, að sporbaugurinn var
nálega hringlaga, brást hundunum bogalistin bók-
staflega talað. Sannaðist á þeim, að „sá á kvölina,
sem á völina“. Þeirn var um megn að ákveða með
sér, hvort þetta var hringur eða sporbaugur, hvort
þíetta boðaði mat eða ekki. Hundarnir komust í upp-
nám, urðu ókyrrir við tilraunirnar, fóru að gelta
o. s. frv. Þegar svona var komið, fóru hundarnir að
skila munnvatni út á hina ilengstu sporbauga. Hinn-
ar aðgreinandi liömlustarfsemi heilans gætti ekki
lengur. Pavlov og menn hans endurtóku tilraunina
síðan frá byrjun og notuðu hring, sem boðaði mat,
og ílangan sporbaug, sem enginn eftirréttur fylgdi.
Þá rifjaðist öll fyrri reynsla og þekking upp fyrir
hundunum og um leið komst taugakerfi þeirra aftur
í jafnvægi, þeim batnaði „taugaveiklunin“. Pavlov
tókst að valda „taugaveiklun“ með ýmsu öðru móti,
t. d. með þvi að láta skynfæri hundanna verða fyrir
sterkum og óvenjulegum siendurteknum áhrifum.
Þess má geta, að Pavlov tókst að svæfa hundana
með tilraunum. Til þess mátti nota eitthvert hljóð,
sem látið var berast þeim til eyrna með stuttum
millibilum, án þess að það vissi á nokkuð sérstakt.
í fyrstu vöktu hljóðin athygli hundanna og forvitni,
þeir lögðu við hlustirnar og sperrtu eyrun. En þvi
oftar sem þeir heyrðu þetta tilgangslausa hljóð, þeim
mun meira sljóvgaðist athygli þeirra. Þá tók að
syfja, og loks sofnuðu þeir útaf. Skýringin á þessu
var sú, að hömlustarfsemi væri vakin i heila þeirra
með þessum endurteknu, tilgangslausu hljóðum,
hömlustarfsemi, er miðaði að því að tryggja „sálar-
(30)