Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Qupperneq 41
öllum tækjum og rannsóknargögnum. AðstoðarmaS-
ur hans var ungur læknanemi, Charles Herbert Best.
Hann kunni að mæla sykur i blóði og þvagi, en
Banting kunni að fara með hnífinn.
Þeir félagarnir hófu starf sitt fullir af eldmóði.
Þeir skáru upp liunda, bundu fyrir kirtilgöngin, biðu
i 8 vikur, skáru hundana upp aftur og tóku leifar
hriskirtilsins. Hundarnir fengu þá sykursýki, og Best
fylgdist með, hvernig sykurmagnið jókst í blóði
þeirra. Þeir gerðu seyði af kirtilleifunum og dældu
því í hina sjúku hunda, en lengi varð einskis árang-
urs vart. Hundarnir tíu voru allir dauðir og 8 vik-
urnar löngu liðnar. Þegar þeir reyndu seyði við 92.
hundinn, urðu þeir loks varir við árangur. En áhrif-
in voru svo skammæ og efnismagnið svo litið, sern
þeir gátu unnið úr hverju hundsbrisi, að ekki var
annað sýnna en að allt mundi stranda. Ekki sýndist
viðlit að fórna hundi, til þess að halda lífinu i dauð-
vona, sykursjúkum hundi i einn eða tvo daga.
Þá hugkvæmdist Banting það ráð að fá bris úr
nautgripum, sem slátrað var í sláturhúsunum. Kýrn-
ar, sem slátrað var, voru mjög oft kelfdar, og kunn-
ugt var, að brisin í kálfum á fósturskeiði voru að
langmestu Langerhanseyjar. Aðrir hlutar kirtilsins
voru enn ekki þroskaðir.
Þeir félagar gerðu nú seyði úr hrisi úr nautpen-
ingi og notuðu það með ágætum árangri. Þetta var
um jólin 1921. Nú var tilraunum svo langt komið,
að tiltök þóttu að reyna lyfið, sem Banting nefndi
isletín, á mönnum. Þeir Banting og Best reyndu það
fyrst á sjálfum sér. Þeir reyndu það ennfremur á
sykursjúkum lækni, sem var skólabróðir Bantings.
Síðan var það reynt á sykursjúkum uppgjafaher-
mönnum, er lágu í sjúkrahúsi þar i borginni. Árang-
Urinn var góður. Blóðsykurinn minnkaði og sjúk-
lingarnir réttu við. En margt var enn eftir að læra
og prófa, svo sem um stærð hæfilegra skammta af
(39)