Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Síða 44
Kartöfluuppskera var niun minni en árið áður. Var
hún um 80 000 tn. (árið áður um 120 000 tn.). Rófna-
rækt hefur minnkað, aðallega vegna skemmda af
völdum káimaðka. Tómatarækt jókst allverulega
(uppskera um 1000 000 kg). Kornrækt gekk vel, og
var uppskera mun meiri en árið áður. Framkvæmdir
í ræktunarmálum Voru fremur litlar, en þó nokkru
meiri en árið áður. Reyndar voru nýjar skurðgröf-
ur, er reyndust mjög mikilvirkar.
Embætti. Embættaveitingar: [13. des. 1941 var
Pétur Benediktsson, áður sendifulltrui íslands í
London, skipaður sendiherra íslands og ráðherra
með umboði i Stóra-Bretlandi.] 28. jan. var Pétur
Eggerz cand. jur. skipaður fulltrúi í utanríkisráðu-
neytinu. 4. febr. var Þórhallur Sæmundsson cand. jur.
skipaður bæjarfógeti á Akranesi. 22. apríl var Gerð-
ur Þórarinsdóttir skipuð skrifari i stjórnarráði ís-
lands. 28. apríl var Baldur Johnsen skipaður hér-
aðslæknir i ísafjarðarhéraði. 29. apríl var Kristinn
Stefánsson cand. theol. skipaður aðstoðarmaður í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. í apríl var Eirík-
ur Benedikz skipaður 2. sendiráðsritari við sendi-
ráð íslands í London. 4. maí var Pétur Benediktsson
skipaður sendiherra íslands og ráðherra með uin-
boði hjá norsku ríkisstjórninni i London. 5. maí var
Ilelgi P. Briem dr. phil. skipaður aðalræðismaður
Islands i New-York. 5. mai voru þessir menn skip-
aðir kjörræðismenn fyrir ísland í Bandaríkjunum:
Dr. Árni Helgason, ræðismaður i Chicago, Valdimar
Björnsson ritstj., vararæðism. i Minneapolis, Rich-
ard Beck prófessor vararæðism. i Grand Forks,
Stefán Einarsson prófessor, vararæðism. í Balti-
more, Barði Skúlason lögfr., vararæðism. i Port-
land, Oregon, Magnús Magnússon skipstj., vararæðis-
maður í Boston. C. mai var Ármann Halldórsson
magister skipaður skólastj. við Miðbæjarskólann i
Rvík. 6. mai var sr. Jóhannes Pálmason skipaður
(42)