Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 48
raannaeyjum, ísafirði). Bókagerð var meiri cn
nokkru sinni fyrr. Allmörg ný iðnfyrirtæki yoru
stofnuð á árinu, t. d. verksmiðja til framleiðslu á
einangrunarefni, allmargar nýjar bila- og vélaverk-
smiðjur í Rvík, Hafnarfirði og á Akureyri, poka-
verksmiðja i Rvík, nýjar fatagerðir, efnagerðir o. fi.
Á Alþingi voru lækkaðir tollar á sumum efnum
til iðnaðar. Þá voru og samþykkt lög um raforku-
sjóð og rafveitur ríkisins og lög þess efnis, að rikið
skuli láta reisa nýjar síldarverksmiðjur.
íþróttir. Á árinu dró nokkuð úr íþróttastarfsenu
í landinu, aðallega vegna mikillar atvinnu. íþrótta-
samband íslands átti 30 ára afmæli á árinu. Bene-
dikt G. Waage hefur verið forseti sambandsins
undanfarin 16 ár. í sambandinu eru 100 íþróttafé-
lög með samtals 16 500 meðlimum.
Skíðaíþrótt var stunduð með minna móti vegna
ófullnægjandi veðurskilyrða. Landsmót skíðamanna
fór fram á Akureyri, en engir Sunnlendingar tóku
þátt í því. Jónas Ásgeirsson varð skiðakóngur ís-
lands. ísfirðingar höfðu skíðaviku um páskana.
Mikið fjör hefur færzt í skólaiþróttir. Hefur í-
þróttafulltrúinn, Þorsteinn Einarsson, unnið mikið
starf i þá átt. Strangra prófa i sundi er nú krafizt i
mörgum skólum landsins. Um vorið var haldið fim-
leikamót skólanna, og tóku um 1000 nemendur þátt
í því. Skólanemendur héldu og sundmót, keppni í
handknattleik o. fl.
Kristmundur Sigurðsson vann bæði skjaldarglím-
una í febr. og titilinn glímukóngur íslands í júní.
Útiiþróttir voru allmikið iðkaðar um sumarið. Ár-
mann vann víðavangshlaupið. íþróttamót var haldið
17. júní. Allsherjarmót í. S. I. fór fram i júli (K. R.
vann mótið; Gunnar Huseby setti isl. met i kúlu-
varpi, 14,79 m). Meistaramótið fór fram í ágúst (K.
R. setti met í 4x400 m boðhlaupi, 3:37,8 mín.).
Ármann vann Alþýðublaðshlaupið. Drengjamótið og
(46)