Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Side 63
kosningar til Alþingis, um framkvæmdasjóð rikis-
ins, um dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum,
um raforkusjóð, um rafveitur ríkisins, um stríðs-
gróSaskatt, um aS reisa nýjar síldarverksmiSjur,
um íþróttakennaraskóla, um læknaráð, um læknis-
vitjanasjóð, um eftirlit með ungmennum.
Á vorþinginu var af öllum flokkum talið sjálf-
sagt, að á sumarþinginu yrði samþykkt njr lýðveldis-
stjórnarskrá, og yrði lýðveldi stofnað á haustþing-
inu og forseti kjörinn. Var þá á þinginu kosin milli-
þinganefnd til að undirbúa þessi mál. En i júlílok
hárust til ríkisstjórnarinnar skilaboð frá stjórn
Bandarikjanna, þar sem þess var farið á leit, að
lýðveldi yrði ekki stofnaö um haustið. Hvarf þá Al-
þingi frá stofnun lýðveldis á árinu. Var gerð svo-
felld samþykkt: „Þegar Alþingi samþykkir þá breyt-
ingu á stjórnskipulagi íslands, sem greinir í álykt-
unura þess frá 17. maí 1941, hefur sú samþykkt eins
þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluti
allra kosningabærra manna í landinu hefur með
leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt hana.“
Útvegur. Hagur útgerðarinnar stóð með minni
hlóma en árið áður. Þorskafli var nokkru rýrari en
1941. Gæftir voru stiröar. Allur kostnaður við út-
gerð hækkaði. Síðustu mánuði ársins jókst kostnað-
ur við rekstur hraðfrystihúsa svo mjög, að vinna
stöðvaðist i sumum þeirra. Söluferðir togaranna
voru fleiri en árið áður, en ferðir fisktökuskipanna
nokkru færri. í október lögðust ferðir togaranna
niður að mestu, þvi að Bretar heimtuðu, að sigling-
ar yrði mjög auknar til austurstrandar Bretlands,
en sú leið er miklu hættulegri en leiðin til vestur-
strandarinnar.
ísfisksveiði var um 152000 tonn (árið áður um
118000). Saltfisksveiði var um 13000 tonn (árið áð-
ur 62000).Hraðfrystur fiskur var 24400 tonn (árið
áður 11600), harðfiskur 900 tonn (árið áður 2900).
(61)