Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Page 83
bátum. Þá var og tekið að nota kolkrabba til beitu.
En eftir að lóðanotkun jókst, varð beituþörfin svo
mikil, að þessar beitutegundir hefði hvergi hrokkíð
til, ef ekki hefði verið farið að nota síld til beitu.
Austfirðingar byrjuðu fyrst almennt að nota sild til
beitu, og stóð það í sambandi við síldarútveg Norð-
manna þar eystra. Norðlendingar fylgdu Austfirð-
ingum eftir í þessum efnum, enda voru síldveiðar
Norðmanna þá orðnar allmiklar fyrir Norðurlandi.
Eftir 1870 tóku Vestfirðingar að beita síld, en litið
var það í fyrstu, enda skortur á slíkri beitu þar.
Arið 1885 var hið Arnfirzka síldveiðifélag stofnað
í Bíldudal, og stundaði það nótaveiði í mörg ár og
átti drjúgan þátt í að bæta lir beituþörfinni vestra.
Sunnlendingar lærðu svo síðar af Austfirðingum að
nota síld til beitu. Síldin var þegar farin að hafa
hina mikilvægustu þýðingu fyrir fiskveiðarnar.
Aldrei fyrr hafði slík beita þekkzt sem hún. Báta-
útvegurinn jókst nú stórlega vegna hennar, og um
aldamótin þótti varla gerlegt að stunda þorskveiðar,
livort heldur var á þilskipum eða opnum bátum,
nema geta náð í síld til beitu. Árið 1895 munu fyrst
liafa verið settir í þilskip frystikassar til sildar-
geymslu, og úr því fjölgaði þeim ört.
Það, sem mest háði því, að menn gæti að stað-
aldri haft síld til beitu, voru örðugleikarnir á að ná
í hana, og þó öllu heldur hitt, að engir hér á landi
kunnu þá að verja síld skemmdum við geymslu.
Arið 1894 komu hingað til lands tveir Vestur-ís-
lendingar, er unnið höfðu við að koma upp íshús-
um vestra. Voru það fsak Jónsson og Jóhannes Nor-
dal. Hafði ísak komið auga á, að íslendingum mundi
verða mikil not að slíkum húsum fyrir heitugeymslu.
Skrifaði hann Tryggva Gunnarssyni viðvíkjandi
þessu máli, og fyrir atbeina Tryggva komu þeir
liingað til tands. ísak hélt til Austfjarða, er hann
kom hingað heim og byrjaði þegar að reisa ishús
(81)