Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Qupperneq 92
veiðar. Þorskveiðar stunduðu þeir á 90 rúmlesta
skipum og' veiddu með lóðum. Nokkuð af afla sínum
lögðu þeir á land á ísafirði. — Færeyingar voru
byrjaðir handfæraveiðar á þilskipum hér við land
fyrir 1880.
Sú þjóðin, sem mcst jók fiskveiðar sínar hér við
land eftir 1880, voru Englendingar. Þeir byrjuðu hér
handfæraveiðar á stórum seglskipum, en síðar tóku
þeir að stunda lóðaveiðar á gufuskipum, og loks
byrjuðu þeir botnvörpuveiðar hér um 1890. — En
þeir höfðu byrjað botnvörpuveiðar á gufuskipum
árið 1881.
Englendingar urðu hér fljótt aðsópsmiklir og yfir-
gangssamir á fiskimiðunum, og hirtu iítt um, hvort
þeir veiddu innan landhelgi eða utan. Sumarið 1895
varð fyrst vart við enska togara á Faxaflóa. Iíoma
jjeirra vakti fljótlega bæði kviða og gremju hjá
mönnum, þvi að þeir lögðu undir sig beztu fiski-
miðin. Bátaútvegsmenn litu mað döprum huga til
l'ramtíðarinnar, þvi að þeir ætluðu, að útgerð þeirra
mundi brátt leggjast niður, þar sem togararnir sóp-
uðu burt öllum fiski af miðunum. Slik urðu hin
fyrstu áhrif botnvörpunganna á landsmenn. En úr
þeim dró smám saman, og það þótti brátt all eftir-
sóknarvert að maka krók sinn á úrgangsfiski, sem
þeginn var að gjöf frá hinum útlendu fiskimönnum.
Ýmsir litu með ískaldri fyrirlitningu á þá, er felldu
sig við að þiggja náðarbrauð úr hendi enskra tog-
aramanna, og töldu hina mestu firru að líta á öll
sund lokuð, þótt erlendir togarar hefði komið hing-
að til veiða. Þessir bjartsýnismenn skáru upp her-
ör fyrir þvi, að íslendingar sjálfir fengi sér botn-
vörpunga og keppti við hina útlendu fiskimenn á
miðunum. Einna fremstur i þessum flokki var Einar
skáld Benediktsson. Er fróðlegt að lesa i blöðum frá
þeim tíma um þessi mál. Þótt nú virðist þar gæta
meira kapps en forsjár, er enginn efi á því, að hin-
(90)