Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Síða 109
ir framsýriustu menn að koma auga á nauðsyn þess,
að íslendingar kæmi sér upp sildarverksmiðjum og
töldu það eina öruggustu leiðina til að hagnýta að
verulegu ráði hin auðugu síldarmið við strendur
landsins. Óskar Halldórsson útgerðarmaður ritaði
grein 1924 um síldarútveginn og gerði þar að til-
lögu sinni, að landið léti reisa síldarverksmiðju, sem
það síðan ræki, og keypti síldina til vinnslu af út-
vegsmönnum Þremur árum síðar hratt Magnús
Kristjánsson ráðherra þessu máli úr vör, er hann
fékk samþykkta þingsályktunartillögu á Alþingi um
rannsókn á byggingar- og rekstrarkostnaði sildar-
verksmiðju, sem ríkið kæmi upp. Var Jóni Þotláks-
syni falin þessi rannsókn, en hann ieysti hana vel
og fijótt af hendi. Ári siðar, eða 1928, voru sam-
þykkt iög um siníð fyrstu síldarverksmiðju rik-
isins. Árið eftir var byrjað að reisa verksmiðjuna,
og var hún tilbúin til rekstrar á síldarvertíð 1939.
Afkastageta hennar var 2300 mál á sólarhring. Með
þessari framkvæmd var stigið merkilegasta sporið
í þágu síldarútvegsins. Úr þvi jókst sildariðnaðurinn
óðfluga, og er óhætt að fullyrða, að á engu öðru sviði
atvinnulifsins hafi orðið eins stórstígar framfarir
á jafn skömmum tíma. Þegar fyrsta ríkisverksmiðj-
an tók til starfa voru afköst allra verksmiðja á
landinu 10300 mál á sólarhring, en 10 árum síðar
voru þau orðin 37800 mál. Af 16 síldarverksmiðjum
i landinu var ein i erlendra eign 1940. Þetta sama
ár voru ríkisverksmiðjurnar orðnar 5 að tölu með
16500 mála afköstum á sólarhring. Auk rilsisins hafa
ýmis togarafélög stutt að gengi síldariðnaðarins í
landinu. Árið 1934 lét h.f. Alliance og Einar ÞorT
gilsson i Hafnarfirði reisa stóra og myndarlega sild-
arverksmiðju i Djúpavík, og var það fyrsta verk-
smiðjan, sem hafði fullkomin sjálfvirk löndunar-
tæki. Þremur árum síðar lét h.f. Kveldúlfur reisa
mjög stóra og fullkomna verksmiðju á Hjalteyri, og
(107)