Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 2
Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins
1953.
Forseti: Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Varaforseti: Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
MeSstjúrnendur: Guðni Jónsson, mag. art., skólastjóri.
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur.
Þorkell Jóhannesson, dr. phil., prófessor.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Bókaútgáfa 1953.
Félagsbækur.
1. SUÐURLÖND eftir Helga P. Briem sendiherra. Þetta
er fimmta bókin, sem kemur út i safninu Lönd og
lýðir. Hún fjallar nm Spán, Portúgal og ítaliu og er
með fjölda mynda eins og fyrri bindi þessa bókaflokks.
2. MUSTERI ÓTTANS, skáldsaga eftir Guðmund Daníels-
son skólastjóra. Bókaútgáfan hefur ekki áður gefið út
sem félagsbók skáldsögu eftir islenzkan höfund.
3. KVÆÐI EGGERTS ÓLAFSSONAR. Þetta er tólfta bind-
ið í bókaflokknum „íslenzk úrvalsrit“. 1 þvi er m. a.
allt kvæðið „Búnaðarbálkur". — Vilhjálmur Þ. Gísla-
son útvarpsstjóri sér um útgáfuna.
4. ANDVARI, 78. ár. Hann flytur m. a. ævisögu dr. Gunn-
laugs Claessen eftir Sigurjón Jónsson lækni.
5. ALMANAK HINS ÍSLENZKA ÞJÓÐVINAFÉLAGS um
árið 1954.
Félagsmenn fá allar þessar 5 bækur fyrir aðelns kr.
55.00. Þrjár fyrstnefndu bækurnar fást í bandi gegn auka-
gjaldi. — Gjalddagi félagsgjaldsins er 1. marz ár hvert.
Aukafélagsbækur.
Sérstök hiunnindi fyrir félagsmenn.
Á þessu ári eru 3 bækur gefnar út sem aukafélags-
bækur. Félagsmenn geta til næstu áramóta fengið þær
(Frh. á 3. kápusiðu).